Til Baka
DEILDU
Áslaug Magnúsdóttir í stjórn Catecut

Áslaug Magnúsdóttir í stjórn Catecut

frétt
June 12, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Kári Sverris/Atli Már Hafsteinsson
Tískufrumkvöðull leggur íslensku sprotafyrirtæki lið

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Catecut, sem hefur þróað öflugt gervigreindarlíkan sem greinir eiginleika fatnaðar út frá aðeins myndum og skilar sjálfvirkt vörulýsingum og SEO-merkingum á vörusíður fatasala, tilkynnti í dag að athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir hafi tekið sæti í stjórn félagsins.

Áslaug Magnúsdóttir er einkar þekktust fyrir að stofna tískuþjónustuna Moda Operandi

Áslaug er stofnandi tískumerkisins Katla, meðstofnandi og fyrrverandi forstjóri Moda Operandi og fyrrverandi stjórnandi hjá Gilt Groupe.

„Áslaug er einn virtasti frumkvöðull tískuheimsins og hefur leitt stafræna breytingu í lúxustísku og netverslun á heimsvísu síðustu tvo áratugi,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Catecut.

Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir

„Hún var jafnframt valin ein af 50 valdamestu konum í tískuheiminum af vefritinu Fashionista. Hún hefur nú þegar haft jákvæð áhrif á stefnumótun okkar með innsýn sinni í alþjóðlegan tískuiðnað. Það er okkur sannur heiður að fá hana í stjórn.“

„Teymið hjá Catecut hefur þá reynslu og tækni sem þarf til að umbreyta netverslun með fatnað með því því að leysa margar raunverulegar áskoranir í rekstri, og upplifun viðskiptavina,“ segir Áslaug Magnúsdóttir.

Lausn Catecute felur í sér umbylting fyrir stafræna fataverslun

Fyrr á árinu kynnti Catecut sjálfvirka vörumerkingarlausn sína og hefur nú þegar vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi.

Lausnin var kynnt fyrir evrópskum tískuvörumerkjum á Copenhagen International Fashion Fair í febrúar og hefur einnig verið til kynningar í Bandaríkjunum nýverið og tekið þátt í stórum sölusýningum vestan hafs.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Hvernig klæðir maður stjörnu? Aðferð að hætti Hildar Yeoman
viðtal
June 12, 2025

Hvernig klæðir maður stjörnu? Aðferð að hætti Hildar Yeoman

TEXTI
Ritstjórn
Dana tekur við markaðs- og kynningarmálum Lauf Cycles
ráðningar
June 12, 2025

Dana tekur við markaðs- og kynningarmálum Lauf Cycles

TEXTI
Lauf Cycles
Umsjón samfélags- miðlaherferða er ekki hilluvara
pistill
June 12, 2025

Umsjón samfélags- miðlaherferða er ekki hilluvara

TEXTI
Sigurður Már Sigurðsson