Til Baka
DEILDU
Stefán Atli ráðinn til Viralis

Stefán Atli ráðinn til Viralis

ráðningar
June 12, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Aðsend
Stefán Atli Rúnarsson hefur verið ráðinn í starf markaðssérfræðings hjá Viralis Markaðsstofu og hefur nú þegar hafið störf.

Stefán stofnaði framleiðslufyrirtækið KALT ehf árið 2017 og seldi sig úr því tveimur árum síðar.

Hann hefur sinnt fjölbreyttum markaðsverkefnum fyrir fyrirtæki á borð við 1819 miðla, Klett, Framsóknarflokkinn og nú síðast Oche Reykjavík.

Stefán er með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál frá Háskóla Íslands og er jafnframt menntaður fjölmiðlatæknir.

Guðmundur Andri, annar stofnenda Viralis og Stefán Atli

Stefán hefur komið víða að og hefur verið með námskeið í gervigreind fyrir byrjendur ásamt því að hafa þjálfað iðkendur Fylkis í rafíþróttum í tölvuleiknum Fortnite.

Hann var einnig stjórnandi Ice Cold, einnar vinsælustu Youtube rásar á Íslandi ásamt tónlistarmanninnum Inga Bauer.

Guðmundur Andri annar stofnenda Viralis segir ráðninguna mikinn feng:

„Við pöruðumst við Stefán í gegnum ráðningarvettvanginn Opus Futura, þar sem hann kom sjálfkrafa til greina fyrir starfið. Hann kemur inn með sterka reynslu úr markaðs- og frumkvöðlastarfi og hefur þegar sýnt mikla seiglu í fyrstu verkefnum sínum. Við erum sannfærð um að hann verði öflug viðbót við teymið og hlökkum til að nýta styrkleika hans í þjónustu við núverandi og framtíðarviðskiptavini.”

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Vandamálin eru til að leysa þau
frétt
June 12, 2025

Vandamálin eru til að leysa þau

TEXTI
Cirkus
Regn og Kolibri hljóta virt verðlaun
frétt
June 12, 2025

Regn og Kolibri hljóta virt verðlaun

TEXTI
Ritstjórn
Sumarherferð Krónunnar
herferð
June 12, 2025

Sumarherferð Krónunnar

TEXTI
Ritstjórn