Til Baka
DEILDU
Nýsköpunarþing: Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna?

Nýsköpunarþing: Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna?

frétt
October 11, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Íslandsstofa
Íslandsstofa, Hugverkastofan, Rannís og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins bjóða til Nýsköpunarþings 2024 sem haldið verður í Grósku 22. október kl. 14.00 - 15.30.  

Á þinginu verður sjónum beint að sölu- og markaðsmálum íslenskrar nýsköpunar á erlendum mörkuðum.

Hvað þarf til að ná árangri á alþjóðlegum mörkuðum?

Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna? Leggja íslensk fyrirtæki næga áherslu á sölu- og markaðsmál og uppbyggingu vörumerkja?

Til að svara þessum spurningum og fleirum munu aðilar úr íslensku og alþjóðlegu markaðs- og nýsköpunarumhverfi deila reynslu af sölu- og markaðsstarfi á erlendum mörkuðum.

Aðalfyrirlesarar verða Fura Ösp Jóhannesdóttir, ráðgjafi og nýkjörinn stjórnarformaður auglýsingastofunnar Brandenburg og Bolli Thoroddsen, meðstofnandi Trip to Japan. Nánari dagskrá verður birt innan skamms.

Í lok þingsins mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, veita Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024.

Fundarstjóri: Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.

Á þinginu verða Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 einnig afhent.

Nánari dagskrá verður kynnt innan skamms.


Skráning á Nýsköpunarþing fer fram hér

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Anna Fríða til Nóa Siríus — tekur sæti í fram-kvæmdastjórn
ráðningar
October 3, 2024

Anna Fríða til Nóa Siríus — tekur sæti í fram-kvæmdastjórn

TEXTI
Ritstjórn
“Kamala is brat” -  micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum
pistill
October 1, 2024

“Kamala is brat” - micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum

TEXTI
Lilja Kristín, CMO Vodafone
200 milljónir í að markaðssetja Ísland
frétt
November 28, 2024

200 milljónir í að markaðssetja Ísland

TEXTI
Ritstjórn