Til Baka
DEILDU
Að festa vörumerki í huga - ekki veski

Að festa vörumerki í huga - ekki veski

pistill
July 3, 2025
Texti
Heiðar Arnarsson
Mynd
Orkusalan
Í hraða og krefjandi heimi sölu og markaðsmála reynir oft á jafnvægið milli skammtímamarkmiða og langtíma sóknar.

Það virðist rökrétt að fókusa fyrst og fremst á söluhvetjandi aðgerðir s.s. afslætti, tilboð ofl og ýta því að markaðnum. Það virkar auðvitað, en aðeins um stund.

Ítrekað hef ég orðið vitni að þessu á mínum ferli - að stjórnendur fyrirtækja stytti sér leið og hugi ekki að aðgreiningu og mörkun (e. brand building).

Á því geta verið ýmsar ástæður - t.d. hafa þeir ekki næga þekkingu, forgangsraði öðruvísi, telja sig geta sparað fjármuni eða hafi hreinlega ekki bolmagn til þess.

Í flestum tilfellum er verið að spara aurinn en kasta krónunni.

Þekktir markaðssérfræðingar eins og Les Binet og Peter Field hafa ítrekað bent á að til að tryggja sjálfbæran vöxt þarf að fjárfesta í mörkun – ekki eingöngu söluhvetjandi aðgerðum (e. activation).

Í greiningu þeirra á yfir 1000 herferðum kom í ljós að fyrirtæki sem héldu réttu hlutfalli milli mörkunar (um 60%) og söluhvetjandi aðgerða (um 40%) náðu bestum árangri til lengri tíma.

Án mörkunar verður sala sveiflukennd – upp og niður, eftir veðri og vindum.

En af hverju er mörkun svona mikilvæg?

Markaðssetning nýtir sér undirmeðvitundina – með hjálp taugavísinda, tilfinninga og skynjunar – til að hafa áhrif á ómetvitaðar ákvarðanir okkar.

‍Ómeðvitaðar ákvarðanir

Fjöldi markaðsfræðinga hafa útskýrt það en hér langaði mig að vitna í bókina Blindsight eftir Johnson og Ghuman sem ég hef verið að hlusta á.

Þar fjalla höfundar um hvernig heilinn tekur ákvarðanir byggðar á tilfinningum og ósjálfráðum merkjum.

Við val á vöru veljum við ekki bara vöru per se - við veljum það sem endurspeglar okkar gildi, tilfinningu eða jafnvel sjálfsmynd.

Þess vegna er sterk mörkun ekki einhver lúxus sem fyrirtæki leyfa sér, einhver froða eða bull - hún er forsenda vaxtar fyrirtækisins.

„We don’t choose the best product – we choose the most meaningful one.”  Johnson og Ghuman, Blindsight

Það munar um mörkun

Svo ég heimfæri þessa hugmyndafræði á Orkusöluna þá hafa stjórnendur þess frá upphafi lagt mikla áherslu á mörkun og aðgreiningu í framleiðslu og smásölu á rafmagni.

Rafmagnað stuð

Ef þið hugsið um Orkusöluna er líklegt að þið tengið við ákveðin hughrif.

Rafmagnið þar er nefnilega ekki bara tala í kílóvattstundum - heldur stuð, kraftur og orka. Skýr mörkun sem fólk ætti að tengja við.

Með laginu Stanslaust stuð og sterka sjónræna ímynd er markmiðið að skapa upplifun sem festir vörumerkið í huga, ekki bara í veski.

Að við séum áreiðanleg, veitum góða þjónustu og.... í stuði!

Eftirminnilegt er verðmætt

Mörkun er því langtímafjárfesting sem leiðir til sölu. Hún tryggir að þegar neytandinn er tilbúinn til að kaupa - þá man hann eftir okkur.

Þannig myndast viðvarandi eftirspurn, ekki bara viðbragð við nýjustu tilboðunum.

Ekki sveiflandi sala, heldur viðvarandi vöxtur.

Rafmagn hefur aldrei verið hressara

Ef þú vinnur í markaðsmálum, spurðu þig þá eftirfarandi spurninga:

- Hver er tilfinningin sem fólk tengir við vöruna mína?

- Hvað stendur fyrirtækið mitt raunverulega fyrir?

- Er ég að byggja upp samband, eða eingöngu að selja?

Höfundur er markaðsstjóri hjá Orkusölunni

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Kominn tími á Kombakk?
herferð
June 12, 2025

Kominn tími á Kombakk?

TEXTI
Hvíta Húsið
Hleyptu almenningi í skilti landsins á meðan nettröllin sváfu
frétt
June 12, 2025

Hleyptu almenningi í skilti landsins á meðan nettröllin sváfu

TEXTI
Ritstjórn
Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?
pistill
June 12, 2025

Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?

TEXTI
Þóranna K. Jónsdóttir