Til Baka
DEILDU
Meðmæling: Flestir treysta meðmælum umfram aðra miðla

Meðmæling: Flestir treysta meðmælum umfram aðra miðla

frétt
October 25, 2024
Texti
Maskína
Mynd
Aðsend
Góð meðmæli er áhrifarík leið til árangurs og samkvæmt mælingum Maskínu enn áhrifaríkari en auglýsingabirtingar í hefðbundnum miðlum. Á dögunum voru veittar viðurkenningar til þeirra sem komu best út í viðamestu þjónustukönnun sem framkvæmd er á landinu. Maskína stendur fyrir könnuninni og var bankaþjónustan Indó hlutskarpasta fyrirtækið af öllum flokkum annað árið í röð.

Hugmyndin að svona víðtækum og reglulegum mælingum kviknaði fyrir ríflega 10 árum þegar Maskína hafði um nokkurra ára bil orðið vör við miklar breytingar í sínum gögnum á því hvernig neytendur á Íslandi lögðu mat á keypta vöru og þjónustu. Breytingin fólst í því að neytendur fóru í auknu mæli að móta sér skoðun á fyrirtækjum eftir því fyrir hvað þau stóðu frekar en bakgrunn þeirra eða sögu. 

Varðandi meðmæli í markaðslegum skilningi (word of mouth) þá hafa mælingar Maskínu einmitt staðfest að langflestir (eða yfir 80%) treysta mest meðmælum frá fólki sem það þekkir á meðan flestir aðrir miðlar mælast almennt með á bilinu 10-40%. Með tilkomu samfélagsmiðla eru rásirnar til þess að mæla með eða hallmæla fyrirtækjum orðnar enn fleiri sem hefur ýkt áhrif þessara breytinga.

Ár hvert veitir Maskína þeim fyrirtækjum sem skara fram úr í 13 flokkum viðurkenningu auk þess sem þau fá til notkunar afreksmerki Meðmælingar Maskínu.

Meðmæling Maskínu hefur nú kortlagt upplifun almennings á þjónustu fyrirtækja frá árinu 2014. Mælingin í ár náði til 193 fyrirtækja í 26 atvinnugreinum – sem gerir mælinguna að umfangsmestu NPS og þjónustuánægju mælingunni sem framkvæmd er á Íslandi (til samanburðar eru mæld 40 fyrirtæki í Íslensku ánægjuvoginni). 

Mælingin er gerð í spurningavagni Maskínu sem byggir á þjóðarúrtaki og er ekki mögulegt að sjálfskrá sig til þátttöku. Þetta er gert til að og tryggja réttmæti gagnanna og koma í veg fyrir mæliskekkju. Spurt er hvaða fyrirtæki fólk hafi átt viðskipti við í hverri atvinnugrein og svo hversu líklegt fólk er til að mæla með eða hallmæla þessum fyrirtækjum (NPS) auk ánægju með þjónustuna - NPS er alþjóðlegur kvarði sem notaður er sem mælikvarði á tryggð viðskiptavina.

Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó, tók við viðurkenningu frá Rakel Gyðu Pálsdóttur, viðskiptastjóra hjá Maskínu annað árið í röð.

Á vef Maskínu má sjá þau fyritæki sem mæld voru og staðsetningu þeirra á Meðmælingarkvarðanum.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Snjöll vildarkerfi skapa einstakt samband við viðskiptavini
viðtal
March 19, 2025

Snjöll vildarkerfi skapa einstakt samband við viðskiptavini

TEXTI
Ritstjórn
Íslenska Optise keppir við Google Analytics
frétt
April 16, 2025

Íslenska Optise keppir við Google Analytics

TEXTI
Ritstjórn
Ný þjónusta: Tryggja gæði í efnissköpun
frétt
February 1, 2025

Ný þjónusta: Tryggja gæði í efnissköpun

TEXTI
Ritstjórn