Til Baka
DEILDU
Ný ásýnd Frumtaks undirstrikar tækni, sjálfbærni og fagmennsku í spennandi heimi

Ný ásýnd Frumtaks undirstrikar tækni, sjálfbærni og fagmennsku í spennandi heimi

verkefni
October 6, 2024
Texti
Strik Studio
Mynd
Strik Studio
Í byrjun árs fékk Strik Studio það verkefni að hanna nýja ásýnd fyrir fjárfestingasjóðinn Frumtak. Ekki hafði verið hreyft við ásýnd sjóðsins frá stofnun árið 2009 en markmið verkefnisins var að skapa ásýnd sem endurspeglaði betur Frumtak og það spennandi umhverfi nýsköpunar sem hann starfar innan.

Frumtak er rótgróinn fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í metnaðarfullum nýsköpunarverkefnum.

„Þegar við byrjuðum að skoða Frumtak sáum við strax að sjóðurinn hefur fjárfest í mörgum af flottustu tæknifyrirtækjum landsins eins og Controlant, Meniga og Sidekick health, en ásýndin var ekki beint í takt við þessa tæknilegu áherslu. Við vildum með nýju ásýndinni sýna sérstöðu Frumtaks sem er sá mikli árangur sem sprotar sjóðsins ná og hvernig Frumtak kemur þeim lengra,” segir Snorri Eldjárn Snorrason, Art director hjá Strik Studio. 

„Þegar við byrjuðum að skoða merkið sáum við að það náði ekki að endurspegla nógu vel Frumtak og það sem sjóðurinn stendur fyrir. Því var ákveðið að útbúa nýtt merki í stað þess að hreinteikna hið gamla,”

Lagt var upp með að halda í áherslu sjóðsins á fagmennsku og framtakssemi og passað upp á að Frumtak yrði áfram táknmynd trausts og virðingar. Þá var líka markmið að sýna Frumtak sem spennandi kost í sívaxandi umhverfi fjárfestingasjóða, bæði fyrir frumkvöðla og lífeyrissjóði ásamt því að sýna betur áherslu sjóðsins á sjálfbærni og tækni.
„Þegar við byrjuðum að skoða merkið sáum við að það náði ekki að endurspegla nógu vel Frumtak og það sem sjóðurinn stendur fyrir. Því var ákveðið að útbúa nýtt merki í stað þess að hreinteikna hið gamla,” segir Snorri. 

Farin var sú leið að láta nýja merkið hafa myndmerki (e. brand mark) og úr varð einfalt myndmerki sem sýnir stílfærða birtingarmynd af sprota og vexti. „Hægt er að lesa úr merkinu hvernig Frumtak er þessi trausti stofn sem sprotar spretta út úr eða jafnvel hvernig fyrirtæki vaxa og dafna með Frumtaki. Þá  það var sérstaklega skemmtilegt að sjá hvað merkið kom vel út í hreyfingu,” segir Snorri. Letrið í merkinu er byggt á letrinu Faktum sem rýmar vel við form myndmerkisins. Það er ákveðið, auðkennandi og nútímalegt. 

Eftir að merkið lá fyrir fannst teyminu mikilvægt að það yrði ákveðinn hornsteinn nýs útlits. Útbúið var því myndband þar þar sem merkið er teiknað upp í 3D og smáatriði merkisins útbúa myndheim þar sem gradíentar og afstrakt form ráða ríkjum.  

Þegar búið var að samþykkja nýja ásýnd var hafist handa við framleiðslu. Stærsta verkefnið var klárlega nýr vefur fyrir Frumtak en markmiðið með honum var að hafa hann einfaldan en á sama tíma lifandi og spennandi. Það var skemmtileg áskorun að finna bestu hönnunina til að sýna um hvað Frumtak snýst og hvernig sjóðurinn vinnur. Þá var passað upp á að vefurinn sýndi þá áherslu Frumtaks á hvers konar stuðning við sprotafyrirtækin og að þau væru í forgrunni. Vefurinn var hannaður og settur upp innanhúss í Framer. Sjá meira á https://frumtak.is/

Ný ásýnd Frumtaks markar ákveðin tímamót fyrir sjóðinn með einföldu og nútímalegu merki sem endurspeglar áherslur hans á tækni, sjálfbærni og stuðning við sprotafyrirtæki. „Við hlökkum til að sjá hvernig nýja ásýndin mun styrkja stöðu Frumtaks sem trausts og spennandi kosts í spennandi umhverfi nýsköpunar,” segir Snorri.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Þögnin stundum áhrifamesta hljóðið
viðtal
November 20, 2024

Þögnin stundum áhrifamesta hljóðið

TEXTI
Ritstjórn & Sigurður Eiríksson
Vandamálin eru til að leysa þau
frétt
October 23, 2024

Vandamálin eru til að leysa þau

TEXTI
Cirkus
Rannsókn: Óvæntir vinir vænlegir til vinnings
spegill
November 4, 2024

Rannsókn: Óvæntir vinir vænlegir til vinnings

TEXTI
Ritstjórn