Til Baka
DEILDU
Uppljóstranir markaðsstjórans

Uppljóstranir markaðsstjórans

pistill
April 26, 2025
Texti
Jóhann Þórsson
Mynd
Hvernig appelsínugul viðvörun styrkti tvö vörumerki, og  jók ánægju viðskiptavina, tryggð þeirra og virði vöru - allt útaf einni lítilli hugdettu.

Við eigum það til að bíða eftir að rétta verkefnið detti í fangið á okkur, verkefni þar sem við getum aldeilis og loksins látið ljós okkar skína.

En leyndarmálið mitt er eftirfarandi:

Verkefnið sem þú ert núna með fyrir framan þig ER það verkefni.

Oft hafa ég eða aðrir í markaðsdeildum sem ég hef stýrt fengið lítið verkefni í hendurnar, eitthvað sem í grunninn er „bara“ færsla á Facebook eða tölvupóstur til viðskiptavina um opnunartíma.

Eitthvað sem gæti þótt ómerkilegt en er tækifæri í dulargervi.

Nýlegt dæmi um það er þegar markaðsdeild Sjóvá fékk það verkefni að hvetja fólk til að halda sig heima þegar viðvörun gekk yfir landið.

Tími til að festa niður trampolínið og kveikja á sjónvarpinu, skv. Sjóvá



Í stað þess að setja bara appelsínugult kort af Íslandi á Facebook og segja:

„Slæmt veður í kortunum, ekki vera á ferðinni að óþörfu" hugsaði ég aðeins um hver raunverulegi tilgangurinn var? Jú hann var að fá fólk til að vera ekki á ferðinni.

Hvernig getum við gert það „stærra“, og í raun fengið fólk til að taka eftir?

Hvernig getur þetta venjulega verkefni orðið að einhverju stærra og skemmtilegra?

Ég opnaði spjallið við markaðsdeildina og skrifaði „Til að tryggja góða og skemmtilega inniveru viljum við veita öllum viðskiptavinum Sjóvá aðgang að Sjónvarpi Símans Premium í tvo sólarhringa.“

Við horfðum á þetta og sammældumst um að þetta væri góð pæling.

Ég hafði strax samband við þau hjá Síminn sem tóku svona líka vel í þessa hugmynd. Þau hreyfðu sig hratt og redduðu kóða fyrri viðskiptavini Sjóvá.

Það þurfti ekki mikið til sannfæra markaðsdeild Símans um appelsínugulan afsláttarkóða



Markaðsdeildin meitlaði aðeins skilaboðin og úr varð frábært lítið verkefni sem ekki bara vakti athygli á rauðri viðvörun heldur gladdi viðskiptavini, jók tryggð og virði vörunnar og bætti eflaust ímynd bæði Sjóvá og Símans.

Bara af því að ég neitaði að sætta mig að þetta litla verkefni ætti að fara út eins og upphaflega var lagt til.

Ég vil því hvetja ykkur öll til að breyta hugafarinu úr *ooh, enn eitt leiðinlegt verkefnið* yfir í:

„Ok - hvernig get ég gert þetta stærra og betra!"

Höfundur er sérfræðingur í markaðsmálum. Af fyrri störfum má nefna markaðsstjóri Sjóvá, Dophop og Heimkaupa.

Hægt er að nálgast Jóhann á Linkedin.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Hvatvísi Íslendinga bæði kostur og galli
viðtal
December 5, 2024

Hvatvísi Íslendinga bæði kostur og galli

TEXTI
Svetlana Graudt
Hvers virði eru hlaðvarps-auglýsingar?
pistill
February 1, 2025

Hvers virði eru hlaðvarps-auglýsingar?

TEXTI
Eydís Sigrún Jónsdóttir
Una Schram til Cirkus
ráðningar
March 13, 2025

Una Schram til Cirkus

TEXTI
Circus