Til Baka
DEILDU
Þarf Gyllti að flytja eða bara bæta markaðsmálin?

Þarf Gyllti að flytja eða bara bæta markaðsmálin?

pistill
May 23, 2025
Texti
Arna Sigrún Haraldsdóttir
Mynd
Gyllti kötturinn, Spúútnik og höfundur
Hvort er áhrifaríkara? Staðsetning eða viðvera á samfélagsmiðlum?

Nú hafa margir hátt um hinn meinta bílastæðavanda í miðborginni í ljósi frétta af Gyllta kettinum, second-hand verslunar í Austurstræti, ekki síst fræg fyrir að vera heimili hins eina sanna miðborgarstjóra, kattarins Baktusar.

Nóg af stæðum

Ég er ekki sannfærð um að fækkun götustæða sé rótin að rekstrarvanda Gyllta kattarins og fór því í smá rannsóknarleiðangur.

Það er nefnilega þannig að það er nóg af bílastæðum nálægt þessari verslun þó götustæðum hafi vissulega fækkað. Bílahúsin við Vesturgötu, Ráðhúsið, Hafnartorg og gamla Kolaport eru öll í 2-6 mínútna göngufjarlægð. Það er álíka langur tími og það tekur að ganga frá bílastæði við Kringluna og í verslanir þar inni.

Spúútnik og Gyllti á miðlunum

Ég skoðaði og bar saman samfélagsmiðlanotkun tveggja second hand verslana í miðbænum; Gyllta köttinn og Spúútnik.

Báðar verslanir selja notaðan fatnað og hafa verið starfandi lengi, en nálgun þeirra á Instagram er ólík og hefur greinileg áhrif á það hvernig vörumerkin birtast út á við.

Spúútnik á sér sérstaka týpu og markhóp sem vörumerkið hefur lengið unnið með

Spúútnik-týpan

Það sem Spúútnik gerir vel er að sýna skýra ímynd og skilgreindan markhóp.

Myndirnar eru af fólki í flíkunum, það er auðvelt að sjá fyrir sér hverjum verslunin ætlar að höfða til.

Hjá Gyllta kettinum er það hins vegar óljósara.

Fyrir hvern er Gyllti?

Myndirnar eru teknar af flíkum á herðatrjám eða borðum og sjaldan sést í fólk. Það vantar söguna og stílinn sem gerir second hand verslanir svo lifandi. Ef það er ekki skýrt fyrir fylgjandanum hverjum varan er ætluð, eða hvers konar lífsstíl hún styður við, þá er erfitt að byggja upp tengingu og tryggð.

Er þessi pels fyrir mig eða þig? Eða einhvern annan?

Margar leiðir liggja til Rómar

Í stað þess að flytja út á Granda gæti Gyllti kötturinn eflt viðveru sína á samfélagsmiðlum og boðið upp á að taka vörur frá í 24 klst.

Þau gætu einnig haft séropnanir og viðburði fyrir hópa og gert samninga við öfluga áhrifavalda. Kynnt fyrir viðskiptavinum hvar bílahúsin eru eða eflt netverslun sína (sem er flókið fyrir second hand, en það er efni í annan pistil).

Baktus við afgreiðslu

Það er margt sem bendir til þess að vandi Gyllta kattarins sé fólginn í ýmsu öðru en bílastæðafjölda og ég á eftir að sakna þeirra úr miðbænum.

Og auðvitað Baktusar.

Höfundur er hönnuður og markaðskona.

Áhugsamir geta fundið hana á LinkedIn.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR