Til Baka
DEILDU
Hjálpa íslenskum vörumerkjum að slá í gegn úti

Hjálpa íslenskum vörumerkjum að slá í gegn úti

viðtal
November 14, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
W Communications/ Íslandsstofa
Fyrr í haust sagði Herferð frá áformum alþjóðlegu samskiptastofunnar W Communications sem hyggst bjóða minni og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum tækifæri til að fá dýrmæta umfjöllun í fjölmiðlum víða um heim.

Að synda í gegnum golfstrauminn og komast inn á borð hjá fjölmiðlum erlendis hefur yfirleitt þótt nánast ógerlegt fyrir minni og meðalstór íslensk fyrirtæki - nema þau leggist í útrás með tilheyrandi fjárfestingum. Yfirleitt eru þó útrásaráform svo áhættusöm að flestum dytti það ekki til hugar. En hvað ef þessi fyrirtæki gætu náð athygli erlendra fjölmiðla og markað sér þannig spor á ótroðnum slóðum? Kakan gæti margfaldast að stærð og opnað dyrnar upp á gátt fyrir ótal mörgum, spennandi tækifærum. En hver heldur á lyklunum? Kristján Schram og W Nordic.

„Ég vann sem Strategic Planner hjá DDB í höfuðstöðvunum þeirra í Chicago og þannig kynntist ég vel alþjóðlegri markaðssetningu, heimi almannatengsla og hvernig áunnin umfjöllun eða Earned Media sem getur skipt sköpum þegar vörumerki eru að marka sér sess. Þegar ég flutti svo til Íslands þá atvikaðist það þannig að ég fór að vinna með fyrirtækjum sem voru með mikla markaðssetningu erlendis, eins og Icelandair. Seinna meir kom ég að herferðum Inspired by Iceland fyrir Íslandsstofu en markmið verkefnisins er að auka áhuga á Íslandi, íslenskum afurðum og þjónustu og á Íslandi sem áfangastað. Ég tók þátt í að þróa herferðirnar og koma á framfæri hjá erlendum miðlum með miklum árangri.  Þar var áunninn umfjöllun notuð á frábæran hátt sem er ennþá ákveðið “benchmark” í PR heiminum í dag.  Allir þekkja þessar herferðir.“

Innblástur frá Íslandi

„Inspired by Iceland var virkilega farsælt verkefni og er enn að. Nálgunin var þessi mannlega, að segja sögur. Það eru nefnilega sögurnar sem ná í gegn og geta heillað fólk um allan heim.“  Að sögn Kristjáns sýndi það greinilega að þó Ísland sé lítill markaður, þá sé vel gerlegt að fanga athygli fjölmiðla og þar með stóra hópa fólks erlendis. En hingað til hefur það helst verið aðgengilegt fyrir þessi allra stærstu fyrirtæki hér á landi, en fjarlægur draumur fyrir þessi minni. 

Gríðarlegir möguleikar 

„Það var eiginlega kveikjan að þessu samstarfi við W Communications, að gera þennan möguleika raunverulegan fyrir minni fyrirtæki sem eru ekki með sama markaðssjóði og stærri fyrirtækin - að gefa þeim tækifæri að ná árangri í að selja eða kynna vörur sínar á erlendum mörkuðum W er ein fremsta PR stofa í heimi og sérhæfir sig í áunnin umfjöllun og almannatengsla. Þau starfa með mörgum stórum vörumerkjum, sérstaklega þegar kemur að ferðaþjónustu, mat og drykk, og eru með skrifstofur í London, New York og Singapore. „Þau hafa lengi verið áhugasöm um Norðurlöndin og sjá mikla möguleika og tækifæri fólgin í því að vinna með íslenskum fyrirtækjum og að við erum brúin þeirra inn í norrænu löndin.“

Innlend og erlend ráðgjöf

Samstarf Kristjáns og W byggir á ráðgjöf um strategíu, undirstöður herferða og síðan miðlunina á þeim í gegnum veitur W. Þannig er hægt að bjóða minni íslenskum fyrirtækjum upp á að þróa réttu herferðirnar svo að þær séu grípandi fyrir markhópa erlendis á mun stærri skala en áður hefur verið í boði að sögn Kristjáns: „Þetta opnar upp svo ótal mörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki sem hyggja á einhverskonar útrás, eða jafnvel bara til að kanna áhugann á ákveðnum mörkuðum.“ 

Sögur selja

„Hugmyndafræði W er að vinna með sterka sögunálgun í herferðum, þar sem sagan er grunnurinn og herferðin er svo hönnuð út frá því. Sagan er forsendan fyrir öllu sem á eftir kemur og ef við náum að segja hana á skemmtilegan og áhugaverðan hátt þá eru meiri líkur að við náum árangri. Þar liggur í raun galdurinn á bakvið áunna umfjöllun“ segir Kristján. Þau séu að hans sögn einnig mjög framarlega í allri tengingu við menningu (e. Cultural relevance) og hvernig best megi nýta herferðirnar svo þær fái dýpri umfjöllun í sínu menningarsvæði. Loks eru það svo mikilvægu tengslin sem W búa yfir hjá stórum miðlum erlendis, sem gerir að það að verkum að hægt er að koma herferðum í umferð á afmörkuðum svæðum og freista þannig gæfunnar á erlendri grundu. 

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Viðburður: Áskoranir vefverslana
frétt
December 5, 2024

Viðburður: Áskoranir vefverslana

TEXTI
Ritstjórn
200 milljónir í að markaðssetja Ísland
frétt
November 28, 2024

200 milljónir í að markaðssetja Ísland

TEXTI
Ritstjórn
Elísabet Gunnars — Markaðsmál í tískuheiminum
spegill
October 1, 2024

Elísabet Gunnars — Markaðsmál í tískuheiminum

TEXTI
Ritstjórn