Til Baka
DEILDU
Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli

Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli

frétt
November 5, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Markaðsstofa Hafnarfjarðar
Markaðsstofa Hafnarfjarðar stendur fyrir ráðstefnu í Bæjarbíói þann 13. nóvember næstkomandi. Ber hún yfirskriftina „Stærðin skiptir ekki máli“ og er markmiðið að sýna fram á að öll fyrirtæki geti náð árangri í markaðsstarfi - óháð stærð og efnahagslegum styrk.

Í því mikla samkeppnisumhverfi sem við búum við í dag, þar sem snertifletir við viðskiptavini verða æ fleiri, velta margir fyrir sér hvort stærð fyrirtækja skipti máli þegar kemur að því að ná árangri í markaðsstarfi og í samkeppni á markaði.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að því að stærra er ekki endilega alltaf betra og sýnt verður fram á að öll fyrirtæki geta náð árangri í markaðsstarfi með réttum markaðsaðgerðum.

Valinkunnir fyrirlesarar deila reynslu sinni og hugleiðingum þar á meðal Gréta María, framkvæmdarstjóri Prís, Hjördís Elsa markaðsstjóri Indó, Gerður eigandi Blush og Sigurður Már, stafrænn sérfræðingur og meðstofnandi Arcade. 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

200 milljónir í að markaðssetja Ísland
frétt
November 28, 2024

200 milljónir í að markaðssetja Ísland

TEXTI
Ritstjórn
Bölvun hermikrákunnar: Flippað kex er ekki til eftirbreytni
spegill
October 9, 2024

Bölvun hermikrákunnar: Flippað kex er ekki til eftirbreytni

TEXTI
Ritstjórn
Markaðsfólk: Auður Karitas hjá Wise
viðtal
December 3, 2024

Markaðsfólk: Auður Karitas hjá Wise

TEXTI
Ritstjórn og Auður Karitas