Til Baka
DEILDU
Verðlaunadeild KEF lögð niður

Verðlaunadeild KEF lögð niður

frétt
March 27, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Isavia
Deild markaðsmála og upplifunar hjá Keflavíkurflugvelli (KEF) og Isavia, hefur verið lögð niður og 4 einstaklingum þar sagt upp störfum.

Deildin sem áður samanstóð af átta einstaklingum hefur verið lögð niður. Þau fjögur sem eftir eru sameinast einingu hjá félaginu sem annast leiðaþróun og samskipti við flugfélög. Einnig verður ekki ráðið í aðrar sextán stöður líkt og áætlað hafði verið. Með þessari breytingu er verið að færa sölu og markaðsmál saman í eina einingu hjá félaginu.

Í heildina var sextán einstaklingum sagt upp störfum. Mun því dragast töluvert úr stöðugildum sérfræðinga og stjórnenda hjá KEF og Isavia.

Herferð innti eftir svörum frá KEF og Isavia fyrir ástæðunum sem liggja að baki aðgerðanna en mikið hefur verið lagt upp úr að skapa sterkt vörumerki í kringum flugvöllinn.

Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia.

Upplýsingafulltrúi Isavia, Guðjón Helgason, sendi í skriflegu svari til Herferðar að um sé að ræða skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir til að styrkja rekstur fyrirtækisins og stuðla að því að afkoma félagsins standi undir nauðsynlegum fjárfestingum til framtíðar.

Aðeins eru örfáir dagar síðan sama markaðsdeild hlaut FÍT verðlaunin ásamt sköpunarstofunni Brandenburg fyrir einstaklega vel heppnaða fyrirtækjamörkun. Þar kemur m.a. fram að „flugvöllurinn er okkar gátt við umheiminn og um leið fyrstu kynni margra ferðalanga af landi og þjóð.“ Einnig var verkefnið tilnefnt til Lúðursins á dögunum, sem eru fremstu verðlaun fyrir markaðs- og auglýsingamál á Íslandi.

Erfitt gæti reynst að halda dampi og sömu gæðum þegar svo stórt teymi þarf frá að hverfa. Sjá frétt hér. 


Aðspurður hvort markaðsmálunum yrði nú úthýst fylgdu þau svör að markaðsmálin hafa verið sameinuð annarri einingu sem annast leiðaþróun og samskipti við flugfélög. Er varðar upplifunarhlutann bætir Guðjón við að „verkefni sem snúa að upplifun færast til teymis farþegaflæðis. Með þessu er markmiðið að ná fram auknum árangri samhliða hagræðingu.“

Leiðrétting: Í fyrri útgáfu kom fram að 16 aðilum í markaðsdeild hafi verið sagt upp, en skv. uppfærðum upplýsingum var fjórum aðilum úr markaðsdeild sagt upp. Hin tólf tilheyra öðrum deildum. Fréttin hefur verið uppfærð.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Snjöll vildarkerfi skapa einstakt samband við viðskiptavini
viðtal
March 19, 2025

Snjöll vildarkerfi skapa einstakt samband við viðskiptavini

TEXTI
Ritstjórn
Regn og Kolibri hljóta virt verðlaun
frétt
November 5, 2024

Regn og Kolibri hljóta virt verðlaun

TEXTI
Ritstjórn
Könnun: Hvað finnst þér um íslenskar auglýsingastofur?
frétt
April 16, 2025

Könnun: Hvað finnst þér um íslenskar auglýsingastofur?

TEXTI
Ritstjórn