Til Baka
DEILDU
„Huge dæmi fyrir mig“ — Kári Sverriss skrifar undir hjá Trunk Archive

„Huge dæmi fyrir mig“ — Kári Sverriss skrifar undir hjá Trunk Archive

frétt
June 26, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Kári Sverriss
Ljósmyndarinn Kári Sverriss hefur nýlokið við að skrifa undir samning við ljósmyndaveituna og umboðsskrifstofuna Trunk Archive. 

Trunk Archive er ein stærsta og mikilvægasta leyfisveita listrænna ljósmynda í heiminum. Til að mynda eru flest frægustu nöfn í tísku- og ljósmyndaheiminum á skrá hjá Trunk Archive líkt og Ellen Von Unwerth, Annie Leibovitz, Knick Knight og Steven Kline. Að komast á skrá hjá slíku fyrirtæki er einstakur gæðastimpill fyrir fagljósmyndara enda strangar kröfur gerðar til að komast á lista. Með sérstaka áherslu á tísku, portrett, arkitektúr og listir hefur Trunk Archive orðið lykilaðili í sjónrænum heimi tímarita og auglýsinga þar sem gæði og stíll skipta öllu máli.

„Þetta er bara risastór áfangi fyrir mig því þetta er eitt virtasta licensing agency í heiminum og þvílíkur gæðastimpill fyrir mína vinnu“ segir Kári í samtali við Herferð. „Þeir opna dyrnar út í heim og þangað sem ég gæti ekki sjálfur komist að. Þeir eru náttúrulega með flottustu merkin og auglýsingastofurnar í heiminum á sínum snærum og eru að vinna með þessum aðilum alla daga. Sem umboðsaðilar munu þeir sjá um að koma mér inn á borð hjá þeim og kynna mína vinnu og mitt nafn fyrir öllum þessum stóru merkjum.“

Kári er mættur á síðuna hjá Trunk Archive.

Kári segist vera svo heppinn að yfirmaður skrifstofunnar mun persónulega sjá um hans mál enda hafi hann mikla trú á hæfni Kára sem ljósmyndara.

„Framhaldið er spennandi - ég held áfram að búa til efni til að koma yfir á þá og þeir halda áfram að koma mínum myndum og nafni áfram í ljósmyndaheiminum. Þetta er huge dæmi fyrir mig! 

Ég hef lagt svakalega mikið á mig undanfarin ár - ég er búinn að vinna heillengi að þessu markmiði að koma mér á þann stað sem ég er á í dag.

Að gæði myndanna minna sé þannig að þessi stóru merki vilji vinna með mér.

Þetta hefur verið þrotlaus vinna og aldrei að gefast upp og alltaf halda áfram; að vera betri í dag en í gær. Síðan hef ég verið heppinn að vinna með góðu fólki sem skiptir ótrúlega miklu máli og það góða fólk hefur hjálpað mér að komast lengra og lengra“ segir Kári að lokum.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Kjósum! Gangverk tilnefnt til verðlauna á Lovie Awards
frétt
June 12, 2025

Kjósum! Gangverk tilnefnt til verðlauna á Lovie Awards

TEXTI
Ritstjórn
Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli
frétt
June 12, 2025

Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli

TEXTI
Ritstjórn
Snýr aftur til auglýsingalands
ráðningar
June 12, 2025

Snýr aftur til auglýsingalands

TEXTI
Peel