Til Baka
DEILDU
Skoðun: Eins og það þurfi að velja?

Skoðun: Eins og það þurfi að velja?

pistill
March 19, 2025
Texti
Andreas Aðalsteinsson
Mynd
Aðsend
„Umræðan um vörumerkjamarkaðssetningu á móti stafrænni markaðssetningu hefur lengi verið áberandi, eins og það þurfi að velja á milli annars hvors.“

„We don’t have a conversation about brand versus performance. Everything we do from a brand perspective should perform.’” - Tariq Hassan, Chief Marketing & Customer Experience Officer at McDonald’s


Ekki hvort, heldur bæði betra

Umræðan um brand markaðssetningu á móti performance markaðssetningu hefur lengi verið áberandi, eins og það þurfi að velja á milli annars hvors.

Samkvæmt nýlegri rannsókn frá WARC (World Advertising Research Center), „The Multiplier Effect”, kemur fram hversu mikilvæg samvinna milli þessara tveggja sviða er:

Þegar brand og performance vinna í takt, margfalda þau áhrif hvers annars og skila mun betri heildarárangri en hvort fyrir sig gæti gert eitt og sér.



Ekki bara skammtímahugsun

Performance markaðssetning snýst ekki eingöngu um skammtímaárangur, heldur er hún mikilvæg til að staðfesta og styrkja grunnskilaboð vörumerkisins með raunverulegum niðurstöðum.

Til að ná fram þessum margfeldisáhrifum er mælt með því að fyrirtæki vari að minnsta kosti 30% í brand auglýsingar og performance í 40% til 60%.

Við sem störfum í stafrænni markaðssetningu einbeitum okkur gjarnan að gagnadrifnum árangri sem sést fljótt. Sannur styrkur felst þó í því að nýta performance-þáttinn sem tæki til að prófa, fínstilla og þróa brand skilaboðin áfram.

Með því má fljótt sjá hvað virkar best, bregðast við svörun, greina betur markhópa og gera vörumerkið sterkara til lengri tíma.
Á sama hátt styður sterkt vörumerki við performance aðgerðir með því að byggja upp traust meðal viðskiptavina, styttir söluferlið og lækkar kostnað við að ná í nýja viðskiptavini.

Gamla tuggan

Þessu má líkja við eldri umræðu um samfélagsmiðla gagnvart hefðbundinni markaðssetningu:

Hvort átti að einbeita þér að vera í sjónvarpi eða Google Search? Hvort ættiru að einbeita þér að TikTok eða Instagram?



Rannsóknir hafa sýnt okkur að besta útkoman fæst þegar ólíkar leiðir vinna saman.



▪️Sjónvarpsauglýsing býr til eftirspurn fyrir Google Search að vörunni/þjónustunni þinni.

▪️Viral TikTok myndband eykur styrk vörumerkis og býr til traust meðal markhóps.

▪️ Billboard auglýsing eykur eftirtekt sem leiðir til frekar líkna að efnið þitt fái sterka svörun á samfélagsmiðlum.

▪️og svo framvegis…!

Við þurfum ekki að velja á milli brand eða performance, heldur eru það samlegðaráhrif brand og performance sem skilar mesta árangrinum.


Höfundur er yfirmaður stafrænnar deildar hjá Sahara

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Nýsköpunarþing: Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna?
frétt
October 11, 2024

Nýsköpunarþing: Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna?

TEXTI
Ritstjórn
Markaðsfólk: Vala hjá Overcast
viðtal
February 1, 2025

Markaðsfólk: Vala hjá Overcast

TEXTI
Ritstjórn
Sterkt vörumerki samkeppnisforskot
viðburður
May 1, 2025

Sterkt vörumerki samkeppnisforskot

TEXTI
Ritstjórn