Til Baka
DEILDU
Sumarherferð Krónunnar

Sumarherferð Krónunnar

herferð
June 12, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Krónan/Svenni Speight
Krónan fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Að því tilefni er sumarherferð Krónunnar „Algjör veisla í 25 ár“ extra hátíðarleg enda ekki á hverjum degi sem verslun nær kvartaldar afmæli. 

Freyja Leópoldsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá Krónunni

Afmælis-Króna

„Við lögðum mikið upp úr því að herferðin teygði anga sína sem víðast og tókum 360° sýn á hana - því góð herferð nær jafnt til starfsfólks, viðskiptavina í verslun og fólks í sínu daglega amstri“ segir Freyja Leópoldsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá Krónunni. 

Afmæli út um allt

Herferðin er ekki einungis tengd hefðbundnum auglýsingum heldur fór Krónu-lógóið í afmælisbúning, starfsfólkið skartar veislubolum og meira að segja undirskriftir starfsmanna í netpóstum eru með léttri afmæliskveðju. 

Alveg eins og alvöru veisla á að vera! 

„Veislu hugmyndin var tekin alla leið, þar sem Krónan spilar oftar en ekki lykilhlutverk í allskyns veislum; stórum, smáum, hversdagslegum og fínum. Úr varð herferð sem er sannkölluð veisla - litrík, fjörug og hávær! “ 

Reynir Lyngdal við leikstjórn

Stund milli stríða í veislutökum

Það má segja að Krónan er sannkallað afmælisbarn

Herferðin var unnin í samstarfi við Brandenburg, Republik og Birtingahúsið.

Reynir Lyngdal leikstýrði auglýsingunni og Svenni Speight sá um ljósmyndun.


SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Bestu hugmyndirnar koma frá athugasemdum
viðtal
June 12, 2025

Bestu hugmyndirnar koma frá athugasemdum

TEXTI
Ritstjórn
Íslensk hönnun í jólapakkann
frétt
June 12, 2025

Íslensk hönnun í jólapakkann

TEXTI
Saman
Markaðsfólk: Orri Freyr hjá Reykjavíkurborg
viðtal
June 12, 2025

Markaðsfólk: Orri Freyr hjá Reykjavíkurborg

TEXTI
Ritstjórn