Til Baka
DEILDU
Sumarherferð Krónunnar

Sumarherferð Krónunnar

herferð
June 12, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Krónan/Svenni Speight
Krónan fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Að því tilefni er sumarherferð Krónunnar „Algjör veisla í 25 ár“ extra hátíðarleg enda ekki á hverjum degi sem verslun nær kvartaldar afmæli. 

Freyja Leópoldsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá Krónunni

Afmælis-Króna

„Við lögðum mikið upp úr því að herferðin teygði anga sína sem víðast og tókum 360° sýn á hana - því góð herferð nær jafnt til starfsfólks, viðskiptavina í verslun og fólks í sínu daglega amstri“ segir Freyja Leópoldsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá Krónunni. 

Afmæli út um allt

Herferðin er ekki einungis tengd hefðbundnum auglýsingum heldur fór Krónu-lógóið í afmælisbúning, starfsfólkið skartar veislubolum og meira að segja undirskriftir starfsmanna í netpóstum eru með léttri afmæliskveðju. 

Alveg eins og alvöru veisla á að vera! 

„Veislu hugmyndin var tekin alla leið, þar sem Krónan spilar oftar en ekki lykilhlutverk í allskyns veislum; stórum, smáum, hversdagslegum og fínum. Úr varð herferð sem er sannkölluð veisla - litrík, fjörug og hávær! “ 

Reynir Lyngdal við leikstjórn

Stund milli stríða í veislutökum

Það má segja að Krónan er sannkallað afmælisbarn

Herferðin var unnin í samstarfi við Brandenburg, Republik og Birtingahúsið.

Reynir Lyngdal leikstýrði auglýsingunni og Svenni Speight sá um ljósmyndun.


SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Viðburður: Þróun á íslenskum fjölmiðlamarkaði
frétt
June 12, 2025

Viðburður: Þróun á íslenskum fjölmiðlamarkaði

TEXTI
Pipar/TBWA
Partý á MARS
viðburður
June 12, 2025

Partý á MARS

TEXTI
Mars
Hörð keppni á Lúðrahátíðinni
frétt
June 12, 2025

Hörð keppni á Lúðrahátíðinni

TEXTI
Ritstjórn