Til Baka
DEILDU
Nýtt sérfræðifag fyrir bragðlauka

Nýtt sérfræðifag fyrir bragðlauka

frétt
November 6, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Elísabet Blöndal/Nói Siríus
Nói Síríus auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í mótun á íslenskri sælgætissögu á gigg-markaðstorginu Giggó. Starfið flokkast undir sérfræðiþjónustu; nammismakkari.

Samkvæmt Önnu Fríðu Gísladóttir, framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá Nóa Siríus er vöruþróun mikilvægur hluti af vörumerki Nóa Síríus og nýjungar frá þeim megi finna reglulega í hillum verslana. 

Mikilvægt er að framkvæma prófanir á nýjungum og smakka þær sömuleiðis til að ganga úr skugga um að varan sé vænleg til vinnings, bæði í huga og munni neytenda.

„Á vinnustofu kom upp sú hugmynd að auglýsa þetta sem sérfræðiþjónustu, sem þetta svo sannarlega er.“ segir Anna Fríða og skellir upp úr. Er verkefnið unnið í samstarfi við Giggó sem auglýsir einnig á sínum miðlum. 

Anna Fríða Gísladóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Nóa Siríus.

Þarf að hafa einhverja sérstaka eiginleika til að verða smakkari hjá Nóa Siríus? „Nei við viljum sjá fjölbreyttan hóp smakkara“ segir Anna Fríða og bendir á að þau spyrja um aldur umsækjenda til þess að ganga úr skugga um að þau fái til sín fólk á öllum aldri. 

„Viðskiptavinir okkar eru úr öllum aldurshópum, og þess vegna er mikilvægt að fá þverskurð af samfélaginu - við viljum auðvitað bjóða upp á eitthvað sem heillar sem allra flesta“ segir Anna Fríða og bætir við að þeim sé annt um að hlusta á viðskiptavini sína og fá reglulega endurgjöf frá þeim. 

„Nói Siríus er yfir 100 ára gamalt fyrirtæki og hefur vaxið og dafnað mikið á þessum tíma. Það var því skemmtilegt að geta leitað til viðskiptavina okkar og þannig haldið áfram að bjóða upp á spennandi úrval af gæðasælgæti.“

Miða við höfðatölu mætti jafnvel halda því fram að Ísland ætti hvað flesta sælgætissérfræðinga í heimi, ef dæma má af fjölda umsækjenda.

 „Við erum í skýjunum með viðbrögðin, en hundruðir hafa boðið fram krafta sína og sérfræðikunnáttu í sælgætissmakki - það verður ótrúlega gaman og gómsætt að fylgja þessu eftir“ segir Anna Fríða.

Hægt er að sækja um að verða smakkari hjá Nóa Siríus hér.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Má bjóða þér hálfan árangur?
herferð
November 18, 2024

Má bjóða þér hálfan árangur?

TEXTI
Hvíta Húsið
W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis
frétt
October 2, 2024

W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis

TEXTI
Instrument
Glæný og litrík Þjóðhátíð
verkefni
October 11, 2024

Glæný og litrík Þjóðhátíð

TEXTI
ENNEMM