Herferð tók Alexöndru Sif að tali og spurði hana út í verkefnin sem liggja á hennar borði, bandaríska vinnumenningu, og af hverju það skiptir öllu máli að yfirmaðurinn sé með manni í liði.
Þeir sem hlusta gjarnan á hlaðvörp kannast eflaust við tilfinninguna að detta niður á eitthvað glænýtt og alveg frábært hlaðvarp sem þau fá bara ekki nóg af. Það er í raun þessi upplifun sem Alexandra vinnur statt og stöðugt að því að skapa.
Meginmarkmiðið Alexöndru og hennar teymis er því að finna allar mögulegar leiðir til að fá fólk til að hlusta á ný hlaðvörp og helst fá þau á heilann.
Alexandra skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hvort hún sé nokkurskonar „matchmaker“ í hlaðvarpsheiminum og er rauner samþykk þeirri lýsingu - allt snýst um að reyna uppgvöta hvað fólk gæti elskað og vill hlusta á, í raun áður en þau átta sig á því sjálf.
Alexandra Sif er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að faginu en hún hefur unnið með framleiðslu á hlaðvörpum og efni því tengdu í um áratug.
Áður en hún hóf störf hjá tónlistar-og hlaðvarpsveitunni sænsku vann hún hjá bandaríska ríkisútvarpinu NPR sem er eins og aðrir ríkismiðlar, ekki rekin með hagnaði (non-profit).
Alexandra sótti háskólanám í UCLA, enda fædd og uppalin að hluta í Los Angeles en sá að eigin sögn ekki fyrir sér að ílengjast í Bandaríkjunum. En svo fór að hún fann sig í hlaðvarpinu og segist hafa heillaðist að því að vinna hratt, grípa hugmyndir og keyra þær í gang - eða réttara sagt beint í loftið.
En hvernig er að vinna með svo kvik og og skapandi verkefni í umhverfi sem er þaulskipulagt og undirlagt af ferlum líkt og hjá öllum stórfyrirtækjum á borð við Spotify. Er það hamlandi á einhvern hátt?
„Ég er fyrst og fremst ótrúlega heppin með yfirmann og teymi. Allar hugmyndirnar sem við fáum verða að veruleika í okkar teymi, en svo er auðvitað bara misjafnt hvernig málin þróast og færast jafnvel á næsta stig, þurfa að fara í gegnum önnur teymi og aðra hluta af fyrirtækinu.“
Hún segir Spotify vera duglegt að prófa allskonar hugmyndir, en sömuleiðis ef þær sýni ekki fljótlega árangur þá er þeim kippt úr sambandi.
„Við erum alltaf með allskonar hugmyndir í gangi og sumt verður að veruleika og annað ekki, en auðvitað getur það verið leiðinlegt ef þetta er hugmynd sem maður er virkilega spenntur fyrir - en svo kemur alltaf eitthvað annað nýtt og spennandi“
Eitt sem einkennir þó öll verkefni Alexöndru eru að þau verða að fela í sér eitthvað virði fyrir Spotify. Þó teymið hennar fái allskonar góðar hugmyndir er útgangspunkturinn alltaf sá sami, hvernig leiðir þetta af sér virðisaukningu á einhvern hátt?
„Þetta þýðir að við þurfum oft að vinna mikið í að kynna hugmyndirnar svo þessi virðisaukning sé skýr, að þetta sé ekki bara eitthvað sem okkur finnst sniðugt og langar að gera. “
Þess vegna þurfum við stundum að skila inn 5 blaðsíðna skýrslu - bara fyrir eina litla hugmynd
Stærsta markaðsverkefni Spotify
Ekki eru öll verkefni Alexöndru svo flæðandi heldur eru ákveðnir fastir punktar á dagskrá hjá þeim á hverju ári sem kalla á margra mánaða undirbúning.
Eitt þeirra er líklegast þekktasta markaðsverkefni Spotify sem kallast „Wrapped.“
Í lok hvers árs fá allir notendur Spotify sent til sín nokkurskonar samantekt á hlustun yfir árið.
Hefur Wrapped hlotið mikla athygli undanfarin ár og margir bíða í ofvæni eftir að fá að sjá hversu oft þau hafa hlustað á sína uppáhalds tónlistarmenn og hlaðvörp.
600 milljónir í markhópnum
Um 600 milljónir manns nota Spotify mánaðarlega sem skapar gríðarlegt magn af gögnum. Eðli málsins samkvæmt nýtir Spotify því gervigreind að hluta til við að þróa meðmæli til hlustenda, en Alexandra segir Spotify sé umhugað um að Wrapped og annað efni sem berist hlustendum feli einnig í sér „raunveruleg“ meðmæli.
Það er, frá alvöru fólki, eins og t.d Alexöndru sem einfaldlega elskar að hlusta á hlaðvörp.
En hvaða leiðir fer Alexandra og hennar teymi þá til að koma með góð meðmæli og fá fólk til að finna nýju uppáhalds þættina sína?
„Jú eins og t.d. Amy Pohler, grínleikkonan fræga var að byrja með sitt eigið hlaðvarp Good Hang with Amy Pohler“ útskýrir Alexandra. „Þá er það okkar verkefni að finna út hvaða hópar af fólki gætu mögulega haft áhuga á þessu hlaðvarpi.“
Alexandra nefnir sem dæmi Will Arnett, grínleikara, sem áður var giftur Amy. Hann er nú þegar með afar vinsælt hlaðvarp og er á svipuðum nótum og Amy.
„Þá er alveg möguleiki á að hlustendur hans kunna vel að meta þáttinn hjá Amy, eða kannski fólk sem elskar SNL þar sem Amy varð fyrst fræg með sínum þekktu sketsum og karakterum - við erum vinna með allskonar svona pælingar“
Corporate America
Talið berst að frama í Bandaríkjunum og bandarískri vinnumenningu.
Aðspurð hvernig það sé að lifa og hrærast í vinnukúltúr sem er svo ólíkur því sem tíðkast á Norðurlöndunum segir Alexandra telja sig afar heppna. Spotify er sænskt fyrirtæki útskýrir Alexandra og það sé að hennar mati augljóst að sænsku vinnumenningargildin hafi fylgt með vestur yfir haf þegar Spotify víkkað út kvíarna.
„Það er líka bara svo góður andi, og enginn keppnisskapur heldur eru allir bara að vinna saman að því að ná markmiðum og flestir færa sig á milli deilda og prufa allskonar“
En fyrir þau sem hafa áhuga á að vinna í Bandaríkjunum, hvað telur Alexandra vera stærstu áskoranirnar og hvað eru góð ráð til að lukkast?
Maður verður að vera miklu formlegri!
„Ég fann strax að það var eitthvað sem var allt öðruvísi en ég var vön“
Hún segir sinn fyrri vinnustað, bandaríska ríkisútvarpið NPR hafa verið mun óformlegra umhverfi, enda unnu þar mest megnis aðrir blaðamenn og fjölmiðlafólk og fólk var lítið að spá í goggunarröð.
Svo séu Íslendingar auðvitað beinskeyttir upp til hópa og við göngum yfirleitt rösk til borðs og segjum hvað við erum að hugsa. Í bandarískri vinnumenningu sé hinsvegar allt annað upp á tengininn:
„Hér skiptir öllu máli að halda alltaf ró sinni, og passa sig að vera ekki með of sýnileg viðbrögð ef maður er til dæmis ósammála einhhverju, gretta sig óvart og gera svip eða eitthvað slíkt.“
„Það besta sem ég hef lært sömuleiðis er að vera í góðu sambandi við minn yfirmann og geta rætt við hana.“
Hún útskýrir að þannig virki í raun ferlið, að ef maður ætli að takast á við innanhúss pólitík sé afar mikilvægt að vera með yfirmanninn með sér í liði til að kortleggja næstu skref. Og þannig vinni þær sig áfram í gegnum áskoranir og þær hindrandir sem eigi það til að verða í vegi fyrir verkefnunum.
Aðspurð hvað hennar næstu skref séu hvað varðar ferilinn, þá segir Alexandra það vera drauminn að stofna sitt eigið fyritæki, gerast ráðgjafi og hjálpa fólki að setja eigin hlaðvörp á laggirnar og koma þeim á flug.
„Svo myndi ég elska að geta verið með annan fótinn á Íslandi, jafnvel verið með eitthvað ástríðuverkefni hér sem ég gæti sinnt inn á milli - það er svo margt að gerast á Íslandi og ég finn að ég vil geta verið með í því og tekið þátt í að byggja upp eitthvað skemmtilegt og spennandi hér heima.“
Alexandra verður með erindi á Iceland Innovation Week ásamt Dóru Júlíu Agnarsdóttir í Kolaportinu, Tryggvagötu 2 þann 14. maí klukkan 11:03.
Nánar um erindiði og aðra dagskrá má finna hér