Til Baka
DEILDU
Nýtt námskeið í stafrænni markaðssetningu

Nýtt námskeið í stafrænni markaðssetningu

frétt
February 1, 2025
Texti
Sahara academy
Mynd
Aðsend
Í byrjun febrúar hefst nýtt sjö vikna námskeið hjá Sahara Academy, skóla í stafrænni markaðssetningu. Um 130 nemendur hafa útskrifast úr náminu frá stofnun skólans árið 2022.

Á námskeiðinu hjá Sahara Academy læra nemendur að setja upp herferðir og mæla árangur í auglýsingakerfum hjá miðlum eins og Facebook, Instagram, Google og YouTube. Því til viðbótar takast nemendurnir síðan á við raunveruleg verkefni fyrir alvöru fyrirtæki:

„Stafræn markaðssetning er mjög lifandi og því þurfum við að vera stöðugt á tánum til að tileinka okkur nýjustu strauma og stefnur. Þar af leiðandi eru engin tvö námskeið alveg nákvæmlega eins. Í febrúar munum við til að mynda tileinka hluta námskeiðsins því hvernig nemendur geta nýtt sér gervigreind í mismunandi þáttum markaðssetningar,” segir Jón Gísli Ström, sem hefur yfirumsjón með Sahara Academy.

Skólinn er sem fyrr segir sjö vikna nám undir handleiðslu sérfræðinga Sahara og eftir því sem náminu vindur fram takast nemendur á við fjölbreytt próf á vegum skólans auk þess að þreyta próf frá Meta og Google sem votta þau sem sérfræðinga í faginu að þeim loknum.

„Nemendur Sahara Academy, sem geta valið á milli stað- og fjarnáms, öðlast dýrmæta þekkingu og færni sem er eftirsóknarverð á almennum vinnumarkaði. Þau fá tækifæri til að læra af sérfræðingum í faginu ásamt því að vinna með raunveruleg verkefni. Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum og síðustu námskeið hafa verið uppbókuð,” segir Jón Gísli.

Nánar upplýsingar um Sahara Academy má finna hér

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Álfrún Pálsdóttir til Íslandsstofu
ráðningar
February 1, 2025

Álfrún Pálsdóttir til Íslandsstofu

TEXTI
Að taka enga áhættu er áhætta út af fyrir sig
frétt
April 8, 2025

Að taka enga áhættu er áhætta út af fyrir sig

TEXTI
Ritstjórn
Snýr aftur til auglýsingalands
ráðningar
March 6, 2025

Snýr aftur til auglýsingalands

TEXTI
Peel