„Við fundum fyrir skorti á markaði fyrir hraðvirka, faglega og skapandi þjónustu sem hjálpar fólki og fyrirtækjum að segja sögur sínar á áhrifaríkan hátt“ segir ljósmyndarinn Kári Sverriss.
„Við tókum okkur þá þrjú saman og byggðum upp teymi sem sérhæfir sig í að framleiða hágæða innihald á skilvirkan og áhrifaríkan hátt – hvert verkefni er hugsað út frá einstöku sjónarhorni viðskiptavina enda erum við þrjú með afar víðtæka reynslu, hæfileika og sameiginlega sýn í efnissköpun“ segir Kári.
Teymið hefur unnið áður saman í verkefnum bæði á Íslandi og erlendis og hafa straumlínulagað vinnu sína sem gerir ferlið á tökustað og í eftirvinnslu bæði hratt og skilvirkt. Þau benda á að hraðinn í efnissköpun sé orðinn svo mikill enda sé tíðni birtinga meiri en áður og mörg fyrirtæki ekki með burði til að anna framleiðslu á svo miklu efni. Til að koma til móts við eftirspurn munu þau bjóða upp á áskriftarmöguleika og hvort sem það er við hönnun, framleiðslu eða tökur þá kunna þau að framleiða áhrifaríkt efni fyrir fjölbreyttan hóp.
Kári Sverrisson er hvað þekktastur fyrir að vera ljósmyndari en hann er einnig reyndur leikstjóri og framleiðandi með áralanga reynslu.
Kàri hefur góða reynslu sem áhrifavaldur og hefur náð langt á samfélagsmiðlum, þar með hefur hann innsýn í þarfir viðskiptavina og hvernig á að tengja efni við rétta áhorfendur. Hlutverk hans innan Content Collective 3 felst í stefnumótun, skipulagningu og listrænni stjórnun.
Arnór Trausti er Vídeó-gerðarmaður með menntun í vídeógerð og áralanga reynslu af bæði ljósmyndun og vídeó-vinnslu. Hlutverk hans í Content Collective 3 er að sjá um vídeóupptökur og klippingu, þar sem hann umbreytir hugmyndum í tilbúið og áhrifamikið myndefni.
Védís Kara er hönnuður með fjölbreytta reynslu af tökustöðum og skapandi verkefnum. Hún er sérfræðingur í sviðsmyndahönnun, stíliseringu og tryggir að sjónræn tenging sé sterk og samræmd í hverju verkefni - að hvert atriði endurspegli kjarna verkefnisins.
„Við trúum því að hver saga eigi skilið að vera sögð á réttan hátt; hratt, fagmannlega og með gæðum í fyrirrúmi. Við erum ekki aðeins skapandi saman sem teymi heldur líka afkastamikil og við látum verkefnin ganga hnökralaust fyrir sig frá hugmynd til lokaútkomu.
Hvort sem það er einstaklingur, lítið fyrirtæki eða stórt vörumerki, þá hjálpum við þeim að miðla sögum í myndrænu efni á þann hátt sem þær eiga skilið að vera sagðar“ útskýrir Kári.
Gæði á framleiðslu eru þeim efst í huga og markmiðið með Content Collective 3 er að vera samstarfsaðili vörumerkja sem vilja vera leiðandi í því að skapa einstakt myndefni og segja sögu sína á áhrifaríkan hátt. „Saman tryggjum við sem algjört fagfólk að skilaboðin nái í gegn og skilji eftir sterkan svip“ segir Kári að lokum.