Sögulegar sölur: Sales Stories for scale-ups
Sölustjóri viðskiptalausna hjá GTM, Dale Shephard, deilir reynslusögum sínum og lærdómi af því að aðstoða vaxandi sprotafyrirtæki við að koma réttu hlutunum í framkvæmd til að vaxa og stækka.
Upplagt fyrir alla sem vinna náið með söluteymum og/eða hjá fyrirtæki í miklum vexti.
Hefst klukkan 10:00 í Grósku.
Sterk vörumerki hafa samkeppnisforskot: Branding Innovation -How branding and trademarking support growth
Í heimi nýsköpunar er sterkt vörumerki meira en bara markaðstæki – það er samkeppnisforskot.
Vel skilgreind vörumerkjasjálfsmynd, studd vörumerkjavernd, hjálpar fyrirtækjum að vaxa, laða að fjárfestingu og stækka á alþjóðamarkaði.
En hvernig breyta frumkvöðlar hugmyndum sínum og viðskiptahugmyndum í verðmæt eign?
Hefst klukkan 10:30 í Gróska.
Að meikaða í Bandaríkjunum: Iceland Ocean Cluster: Everything You Wanted to Know About Entering the U.S. Market
Ertu forvitinn um að stækka fyrirtækið þitt til Bandaríkjanna? Veltirðu því fyrir þér hvað þarf til að ná árangri handan Atlantshafsins?
Taktu þátt með okkur og Bandaríska sendiráðinu á Íslandi í síðdegisviðburði fullum af raunverulegum sögum, dýrmætum lærdómi og hagnýtum ráðleggingum frá sumum reynslumestu íslensku fyrirtækjunum sem starfa á bandarískum markaði.
Hefst klukkan 14:00 í Sjávarklasanum
Skálum fyrir jafnrétti í leikjaheiminum: Celebrating inclusivity in gaming - CCP Games
Kokteilastund og tengslamyndun á skrifstofu CCP Games í samstarfi við TÍK (Tölvuleikjasamfélag íslenskra kvenna) í tilefni af Nýsköpunarvikunni!
Hvort sem þú ert djúpt sokkinn í tölvuleikjaiðnaðinn og rafíþróttir eða bara forvitin(n), þá er þetta frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki, deila hugmyndum og mynda tengsl í leikandi léttu umhverfi.
Hefst klukkan 17:00
Engin Þyrnirós: What Your Sleep Says About Your Health — And Why It’s Different for Women, Nox Medical
Svefn snýst ekki bara um hvíld — hann gegnir lykilhlutverki í meðhöndlun og forvörnum gegn alvarlegum heilsufarsvandamálum eins og hjartasjúkdómum, sykursýki og þunglyndi.
Samt fá margar konur með svefnraskanir, eins og kæfisvefn, ekki greiningu, einfaldlega vegna þess að einkenni þeirra líta oft öðruvísi út en hjá körlum.
Á þessum viðburði skoðum við hvernig Nox nýtir gervigreind til að brúa þetta bil — með því að gera greiningar snjallari, fjölbreyttari og áhrifaríkari.
Hefst klukkan 9:00 á skrifstofu Nox Medical
Með verslunina í vasanum: Consumer trends in home delivery - The future is a shopping mall in your pocket, Wolt
Vertu með okkur á spennandi og framtíðarþenkjandi pallborðsumræðum í boði Wolt.
Þar ræðum við hvernig neysluhegðun er að breyta landslagi heimilsendinga og endurskilgreina hvað þægindi þýða á stafrænum tímum.
Við köfum við ofan í hvernig breyttar væntingar, tækni og lífsstílsstraumar móta það hvernig fólk verslar, borðar og nýtir sér þjónustu — allt með einum smelli á skjáinn.
Hefst klukkan 13:00 á Geirsgötu 4
Hér að ofan var aðeins bara brota brot af þeim viðburðum sem í boði er Iceland Innovation Week og samstarfsfélögum.
Kynntu þér fulla dagskrá hér