Til Baka
DEILDU
Vinalegasta markaðsnörda-samfélag landsins

Vinalegasta markaðsnörda-samfélag landsins

frétt
February 1, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Aðsendar
Hvernig væri að hrista af sér skammdegið og lífga upp á tilveruna með mögulega vinalegasta markaðsnördasamfélagi landsins? Markmið hópsins „Marketing folks in Iceland”! Ice to meet you!“ er einmitt það - að skapa vinalegt, skapandi og frjálst umhverfi handa markaðsþenkjandi fólki af öllum uppruna. 

Hópurinn, sem er opin facebook-grúppa, var stofnaður af þeim Veroniku Guls og Dariu Podenok sem báðar hafa starfað við markaðsmál og vildu stofna til uppbyggilegrar umræðu á opnum vettvangi. Fólk er hvatt til að deila hugmyndum, upplýsingum eða vandamálum sem þau standa frammi fyrir á spjallsvæði hópsins og er mætt með vinsemd og virðingu ...

Got a cool idea? Throw it in! Facing a challenge? Let's tackle it together! Found a brilliant campaign that blew your mind? We'd love to hear about it. And if you've just aced a project, come on in and share your success!

Veronika sem flutti til Íslands frá Rússlandi fyrir um ári síðan hefur áratuga reynslu af vörumerkjastjórnun og stafrænni markaðssetningu kynntist Dariu í gegnum markaðsheiminn á Íslandi. „Það er ótrúlegt hvernig sameiginleg áhugamál (og ást á sköpun) geta leitt fólk saman. Daria hefur reynst frábær félagi við að byggja upp þetta samfélag“ segir Veronika, „það er fyndið hvernig það að flytja á nýjan stað getur opnað margar óvæntar dyr - þú hittir fólk sem hvetur þig áfram, skorar á þig og hjálpar þér að búa til eitthvað þýðingarmikið.“

Saman standa þær að reglulegum viðburðum sem eiga sér stað í Hafnar.Haus þar sem áhugasamir eru velkomnir. „Tilgangurinn við stofnun þessa samfélags var einmitt það - að koma fólki saman og hefja samtal í skemmtilegu, skapandi umhverfi“ segir Veronika. 

„Það getur verið svolítið einangrandi að flytja til nýs lands, en þessi hópur hefur gert það svo miklu auðveldara að finna sambærilegt fólk sem elskar markaðssetningu jafn mikið og ég. Þetta hefur líka verið frábær leið til að læra og deila hugmyndum. Samtölin á viðburðum okkar eru alltaf hvetjandi - hvort sem það snýst um strauma, verkfæri eða skapandi herferðir, þá finnst mér ég koma til baka með ný sjónarhorn og hagnýt ráð í hvert skipti sem við hittumst“ útskýrir Veronika.

 

Let’s brainstorm, discuss, and predict what’s coming next in the world of marketing, tech, and culture.

Næsti viðburður fjallar um strauma og stefnur sem má vænta árið 2025 - spáð í framtíðina. „Daria mun taka saman áhugaverð markaðstól og kynna fyrir gestum og ég mun svo fara yfir trendin í efnissköpun og myndmáli á næstu misserum“ segir Veronika, „svo fylgjum við því eftir með umræðum og tengslamyndun“.

Taka skal fram að samkomurnar fara iðulega fram á ensku um fjölbreytt umfjöllunarefni innan geirans, enda er afar fjölbreytt samfélag af markaðsáhugafólki í landinu.

„Á heildina litið hefur þetta framtak verið blanda af því að eignast vini, fá innblástur og skemmta sér á meðan að nörda yfir markaðssetningu og auðvitað er eitthvað virkilega ánægjulegt við það að leiða fólk saman. Að sjá hópinn stækka og vita að aðrir eru líka að tengjast eða læra eitthvað dýrmætt í gegnum þessa viðburði hefur verið sannarlega þess virði“ lýkur Veronika samtalinu.

Nánar um næsta viðburð hér.

Sjá myndir að neðan frá liðnum samkomum.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi
frétt
October 2, 2024

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi

TEXTI
Ritstjórn
Regn og Kolibri hljóta virt verðlaun
frétt
November 5, 2024

Regn og Kolibri hljóta virt verðlaun

TEXTI
Ritstjórn
Elísabet Gunnars — Markaðsmál í tískuheiminum
spegill
October 1, 2024

Elísabet Gunnars — Markaðsmál í tískuheiminum

TEXTI
Ritstjórn