Til Baka
DEILDU
Kjósum! Gangverk tilnefnt til verðlauna á Lovie Awards

Kjósum! Gangverk tilnefnt til verðlauna á Lovie Awards

frétt
October 10, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Gangverk
Íslenska hugbúnaðarhúsið Gangverk er tilnefnt til verðlauna fyrir skapandi framsetningu á gögnum fyrir Last.fm hjá The Lovie Awards. Lovie-vefverðlaunin eru ein virtustu verðlaun sem veitt eru í Evrópu fyrir stafrænar lausnir á sviði menningar, tækni og viðskipta.

Gangverk hefur unnið að hugbúnaðarlausnum fyrir fjölmörg þekkt erlend fyrirtæki og þar á meðal tónlistarveituna last.fm. Gangverk smíðaði meðal annars iOS appið fyrir last.fm og hlýtur nú viðurkenningu fyrir sjónræna framsetningu á gögnum last.fm.

Verkefnið Last.fm Playback Experience 2023 er tilnefnt í flokknum „besta framsetning gagna (Best Use of Data Visualisation)“. Verkefnið endurhugsar hvernig notendur taka þátt í að rýna í spilunargögn sín í uppgjöri fyrir árið 2023. Með því að stilla fram gögnum sjónrænt og kankvíslega með leikandi og léttri stafrænni upplifun er notendum auðveldlega veitt dýpri innsýn í hlustunarvenjur þeirra.

Gangverk hefur einmitt búið sér til sérstöðu á markaðnum með því að aðstoða viðskiptavini sína við að nýta rauntímagögn til að skapa nýja tekjumöguleika. Til þess þarf fyrst og fremst að hlusta á þarfir notenda og bæta stafræna upplifun á vefsíðum eða smáforritum fyrirtækjanna. Viðskiptavinir Gangverk eru m.a. Sotheby's, Kvika og lúxusferðaþjónustufyrirtækið Lindblad Expeditions.

„Við erum mjög stolt af því að hljóta þennan heiður og vera tilnefnd til Lovie-verðlaunanna í ár. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið hjá okkar starfsfólki á árinu“

segir Óli Björn Stephensen einn eigandi Gangverks.

Við viljum hvetja lesendur til að leggja sitt af mörkum og ýta Gangverk í efsta sætið með því að gefa verkefni þeirra atkvæði á Lovie Awards. Frestur til að greiða atkvæði er til 17. október og er Gangverk í öðru sæti þegar þessi grein er rituð.

Hér má sjá „case study“ verkefnisins til fróðleiks.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Íslenska Optise keppir við Google Analytics
frétt
April 16, 2025

Íslenska Optise keppir við Google Analytics

TEXTI
Ritstjórn
Markaðsfólk: Auður Karitas hjá Wise
viðtal
December 3, 2024

Markaðsfólk: Auður Karitas hjá Wise

TEXTI
Ritstjórn og Auður Karitas
Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli
frétt
November 5, 2024

Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli

TEXTI
Ritstjórn