Til Baka
DEILDU
Hrafnhildur til Breiðabliks

Hrafnhildur til Breiðabliks

ráðningar
June 12, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Aðsend
Úr hollum mat yfir í öflugt íþróttastarf

Hrafnhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Breiðabliks þar sem hún mun taka þátt í styrkja ímynd og markaðsmál félagsins en Breiðablik er eitt stærsta íþróttafélag landsins.

Hrafnhildur er hjúkrunafræðingur að mennt en starfaði um árabil sem markaðsstjóri Eldum rétt þar sem hún sinnti fjölbreyttum verkefnum.

Félagið sagði frá ráðningunni á heimasíðu sinni breidablik.is en þar kemur fram að reynsla Hrafnhildar og þekking hennar af markaðsmálum komi til með að nýtast félaginu afar vel:

„Það er einstakt tækifæri að fá að vinna hjá einu öflugasta íþróttafélagi landsins og hlakka ég til að leggja mitt af mörkum til að styrkja ímynd og markaðsstarf félagsins enn frekar.“ Hrafnhildur Hermannsdóttir, markaðsstjóri Breiðabliks.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Stönt til að stuða: Jafnvægið milli ögrunar og boðskapar
pistill
June 12, 2025

Stönt til að stuða: Jafnvægið milli ögrunar og boðskapar

TEXTI
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir
Kjarni jarðar í nýrri ásýnd Aton
verkefni
June 12, 2025

Kjarni jarðar í nýrri ásýnd Aton

TEXTI
Ritstjórn
Hver eru bestu íslensku vörumerkin 2024?
frétt
June 12, 2025

Hver eru bestu íslensku vörumerkin 2024?

TEXTI
Samstarf