Þessi árlega hátíð nýsköpunar, tækni og frumkvöðlastarfs er orðin ómissandi viðburður fyrir alla sem vilja fylgjast með framþróun íslensks atvinnulífs og tengjast lykilfólki í geiranum.
Í ár mun Iceland Innovation Week einblína á sjálfbærar lausnir, stafræna umbreytingu og alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands. Með fjölda viðburða, námstefna, tengslamyndunarviðburða og vinnustofa er þetta kjörið tækifæri fyrir frumkvöðla, fjárfesta, sprotafyrirtæki og áhugafólk um nýsköpun til að kynnast nýjustu straumum og stefnum.
IIW x Herferð
Herferð og Iceland Innovation Week hafa tekið höndum saman um sérstakt samstarf í tilefni hátíðarinnar.
Næstu daga mun Herferð.is verða vettvangur fyrir allt það helsta sem fram fer á vikunni með sérstöku „take-over" þar sem birtast munu viðtöl, fréttir og innsýn í spennandi nýsköpunarverkefni.
Ritstjórn Herferðar verða á staðnum til að fylgjast með púlsinum og miðla frá viðburðum.
Herferð heldur vinnustofu
Að auki mun ritstjórn Herferðar standa fyrir lokaðri vinnustofu þar sem fjallað verður um PR, miðlun, skilaboð og vörumerkjauppbyggingu sérstaklega ætlað nýsköpunarfyrirtækjum.
Þar fá valin fyrirtæki tækifæri til að fá beinar ráðleggingar og innsýn frá ritstjórn Herferðar sem báðar búa yfir mikilli reynslu af fjölmiðlum, almannatengslum og uppbyggingu vörumerkja.
Hér má finna yfirlit yfir opna viðburði sem allir geta sótt á hátíðinni – hver með sínu sniði en allir með sama markmiðið: Að efla nýsköpun á Íslandi og tengja saman fólk og hugmyndir.
Nánar um viðburðina hér: https://www.innovationweek.is/full-side-event-agenda