Til Baka
DEILDU
Viðburður: Þróun á íslenskum fjölmiðlamarkaði

Viðburður: Þróun á íslenskum fjölmiðlamarkaði

frétt
June 12, 2025
Texti
Pipar/TBWA
Mynd
Aðsendar
Fimmtudaginn 27. febrúar nk. býður Pipar/TBWA til morgunfundar um þróun á lestri, áhorfi og hlustun í íslenskum miðlum síðustu tvö ár.

Rýnt verður í gögnin sem nýtt eru sem hjálpartæki við árangursríkar birtingaáætlanir.

Hvernig komum við vöru og þjónustu á framfæri í síbreytilegum fjölmiðlaheimi? Hvernig tókst að koma malbiki á kortið?

Þetta verður skýrt með dæmum úr auglýsingaherferð fyrir malbikunarstöðina Colas sem náði til flestra miðla.

Þar kemur ýmislegt óvænt í ljós.

Í kjölfarið verður umfjöllun um daglega dekkun á samfélagsmiðlum og hvað virkar vel þar.

Huld Óskarsdóttir, Alma Finnbogadóttir og Lára Zulima Óskarsdóttir halda erindi á viðburðinum.


Fundurinn byrjar klukkan 9:00 og er haldinn í húsakynnum Pipar\TBWA, Guðrúnartúni 8. Hann er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Kaffihressing og með því í boði.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Athugið að sætapláss er takmarkað og því er skráning nauðsynleg.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Streita mest hjá íslensku auglýsingafólki
frétt
June 12, 2025

Streita mest hjá íslensku auglýsingafólki

TEXTI
Ritstjórn
Lógó, litir, letur – en hvað með hljóð?
verkefni
June 12, 2025

Lógó, litir, letur – en hvað með hljóð?

TEXTI
Ritstjórn
Keeps: Glöggt er gests augað
IIW
June 12, 2025

Keeps: Glöggt er gests augað

TEXTI
Ritstjórn