
Rýnt verður í gögnin sem nýtt eru sem hjálpartæki við árangursríkar birtingaáætlanir.
Hvernig komum við vöru og þjónustu á framfæri í síbreytilegum fjölmiðlaheimi? Hvernig tókst að koma malbiki á kortið?

Þetta verður skýrt með dæmum úr auglýsingaherferð fyrir malbikunarstöðina Colas sem náði til flestra miðla.
Þar kemur ýmislegt óvænt í ljós.

Í kjölfarið verður umfjöllun um daglega dekkun á samfélagsmiðlum og hvað virkar vel þar.

Fundurinn byrjar klukkan 9:00 og er haldinn í húsakynnum Pipar\TBWA, Guðrúnartúni 8. Hann er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Kaffihressing og með því í boði.
Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Athugið að sætapláss er takmarkað og því er skráning nauðsynleg.


