Til Baka
DEILDU
Sterkt vörumerki samkeppnisforskot

Sterkt vörumerki samkeppnisforskot

viðburður
May 1, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Hvað þurfa frumkvöðlar að vita um hugverkjarétt vörumerkja?

Hugverkastofa, ÍMARK og Samtök iðnaðarins standa fyrir áhugaverðum viðburði um mikilvægi vörumerkja og hugverkaréttinda fyrir frumkvöðla. Íslenskir nýsköpunaraðilar munu deila reynslu sinni af því hvernig sterk vörumerkjauppbygging og vernd þeirra hefur stuðlað að vexti og alþjóðlegri sókn. Þau fyrirtæki sem taka þátt og segja sína sögu eru: Smitten, VAXA, Blue Lagoon, CCP og Eimverk en einnig verða erindi frá Samtökum iðnaðarins, Hugverkastofu og ÍMARK.

Meðal annars verður farið yfir hvernig vörumerki og skráning vörumerkja styðja við vöxt, hvers vegna það skiptir máli að tryggja réttindi snemma í ferlinu og hvað þarf til að byggja upp vörumerki sem sker sig úr, bæði heima og erlendis.

Bláa Lónið er eitt sterkasta íslenska vörumerkið á erlendum vettvangi

Nýsköpunarfyrirtækið Smitten hefur verið í harðri útrás og vakið mikla athygli á m.a Norðurlöndunum.

Í heimi nýsköpunar er sterkt vörumerki meira en bara markaðstæki, það er samkeppnisforskot. Vel skilgreint vörumerkjaauðkenni, stutt af vörumerkjavernd, hjálpar fyrirtækjum að vaxa, laða að fjárfestinga og stækka á alþjóðlegum vettvangi.

Viðburðurinn fer fram í Grósku, þriðjudaginn 13. maí frá 10:30-12:00

Öll velkomin á meðan rýmið leyfir, léttur hádegisverður í boði.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Umsjón samfélags- miðlaherferða er ekki hilluvara
pistill
February 1, 2025

Umsjón samfélags- miðlaherferða er ekki hilluvara

TEXTI
Sigurður Már Sigurðsson
Anna Fríða til Nóa Siríus — tekur sæti í fram-kvæmdastjórn
ráðningar
October 3, 2024

Anna Fríða til Nóa Siríus — tekur sæti í fram-kvæmdastjórn

TEXTI
Ritstjórn
Uppljóstranir markaðsstjórans
pistill
April 26, 2025

Uppljóstranir markaðsstjórans

TEXTI
Jóhann Þórsson