Hugverkastofa, ÍMARK og Samtök iðnaðarins standa fyrir áhugaverðum viðburði um mikilvægi vörumerkja og hugverkaréttinda fyrir frumkvöðla. Íslenskir nýsköpunaraðilar munu deila reynslu sinni af því hvernig sterk vörumerkjauppbygging og vernd þeirra hefur stuðlað að vexti og alþjóðlegri sókn. Þau fyrirtæki sem taka þátt og segja sína sögu eru: Smitten, VAXA, Blue Lagoon, CCP og Eimverk en einnig verða erindi frá Samtökum iðnaðarins, Hugverkastofu og ÍMARK.
Meðal annars verður farið yfir hvernig vörumerki og skráning vörumerkja styðja við vöxt, hvers vegna það skiptir máli að tryggja réttindi snemma í ferlinu og hvað þarf til að byggja upp vörumerki sem sker sig úr, bæði heima og erlendis.
Í heimi nýsköpunar er sterkt vörumerki meira en bara markaðstæki, það er samkeppnisforskot. Vel skilgreint vörumerkjaauðkenni, stutt af vörumerkjavernd, hjálpar fyrirtækjum að vaxa, laða að fjárfestinga og stækka á alþjóðlegum vettvangi.
Viðburðurinn fer fram í Grósku, þriðjudaginn 13. maí frá 10:30-12:00
Öll velkomin á meðan rýmið leyfir, léttur hádegisverður í boði.