Til Baka
DEILDU
“Kamala is brat” -  micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum

“Kamala is brat” - micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum

pistill
October 1, 2024
Texti
Lilja Kristín, CMO Vodafone
Mynd
Aðsent
Atburðarás kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum í sumar hefur verið engu síðri en góð sjónvarpssería, með öllum sínum óvæntu vendingum, spennu og hádramatísku augnablikum. Í raun má segja að hún hafi minnt á gamanþáttaröðina “Veep” með Julia Louis-Dreyfus, þar sem átök, húmor og óvæntar aðstæður mynda söguþráðinn. 

Í líflega umhverfi samfélagsmiðlanna í sumar hefur Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og nú forsetaframbjóðandi komið skemmtilega á óvart og sýnt að óhefðbundnar leiðir í markaðssókn geta skilað miklum árangri. Stuttu eftir að forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri og lýsti yfir stuðningi við Kamala Harris sem frambjóðanda Demókrata, rigndi stuðningsyfirlýsingum yfir Harris úr ólíkum áttum. Ein þeirra kom frá óvæntum aðila: bresku hyper-poppstjörnunni Charli XCX. 

Micro-trendið “brat summer”

Charli XCX er sú sem ber ábyrgð á micro trendinu “brat summer” - eiturgræna samfélagsmiðla storminum sem yfirtók sumarið í ár. Charli XCX er þekkt fyrir sterkt persónulegt vörumerki og ,,edgy” tónlistarstíl. Hún er jafnframt þekkt fyrir að fara gegn hefðbundnum popp viðmiðum. Þetta hefur gert hana að ákveðinni táknmynd fyrir þá sem vilja sjá meiri fjölbreytni og sjálfstæði í tónlist. Með áhrifum sínum hefur hún byggt upp sterkt samband við yngri kynslóðir, sérstaklega þá sem sækjast eftir trúverðugleika í listinni sem þau fylgjast með. 

“Brat summer” er micro-trend sem hefur þróast í kringum þá hugmynd að vera óhefðbundinn, óheflaður og að hafna óraunhæfum staðalmyndum. Þetta trend endurspeglar ákveðna uppreisn gegn slípaðri glansmynd samfélagsmiðlanna sem er oft svo ríkjandi. 

Tweet-ið sem breytti leiknum

Þegar Charli XCX tvítaði á samfélagsmiðlinum X að Kamala Harris væri "brat" var markaðsteymi Harris ekki lengi að bregðast við og umbreyta samfélagsmiðlum Harris í anda “brat summer”. Þarna sáu þau greiða leið inn í heim Z kynslóðarinnar, en það er þessi viðbragðshæfni er sem er svo gríðarlega mikilvæg í nútíma markaðsumhverfi. 

Það að setja samfélagsmiðla Harris í eiturgræna “brat” yfirtöku varð ekki aðeins til þess að Harris fékk trúverðugleika í augum yngri kjósenda heldur einnig til að hún náði á áhrifaríkan og náttúrulegan hátt að stíga inn í micro-trend og meme-menningar heiminn. Harris tókst að tengja sig við “brat summer” án þess að það virkaði þvingað, sem er eitthvað sem stjórnmálamenn hafa sjaldan tækifæri til að gera. Þessi einfalda en áhrifaríka yfirtaka á miðlunum hennar jók tengsl hennar við yngri kjósendur og styrkti ímynd hennar sem frambjóðanda sem er óhrædd við að fara óhefðbundnar leiðir og tala mál unga fólksins.

Áhrif Charli XCX og brat summer hafa því verið þáttur í að móta ásýnd Kamala Harris meðal ungs fólks og opnað á tækifæri fyrir hana á áframhaldandi þátttöku í micro-trends og meme-menningu á TikTok, Instagram og X. En Harris hefur ekki aðeins nýtt sér vinsældir micro-trends og meme-menningar til að höfða til Gen Z og Millennials, heldur hefur hún líka notfært sér þessar aðferðir til að koma fram á mannlegan og skilningsríkan hátt. Með því að nýta miðlana á þennan hátt skapar Harris ímynd sem er framsækin og í takt við tíðarandann, en verður jafnframt trúverðug.

Mannlegi þátturinn 

Færni Harris til að sameina stjórnmálin og poppmenningu, nota samfélagsmiðla til að skapa djúp og merkingabær tengsl við kjósendur, sýnir hvernig nútímalegar markaðsaðferðir í stjórnmálum geta brotið hefðbundin mörk og skilað árangri. Með því að nálgast kjósendur á þeirra eigin vettvangi og á þeirra eigin forsendum, hefur Harris ekki aðeins styrkt sitt eigið framboð, heldur hefur hún einnig lagt grunn að nýrri leið í pólitískum samskiptum og markaðssetningu.

Höfundur er Lilja Birgis, skapandi markaðsstjóri með eldmóð fyrir því að hugsa markaðsmál út fyrir kassan og fara óhefðbundnar leiðir í uppbyggingu vörumerkja.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi
frétt
October 2, 2024

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi

TEXTI
Ritstjórn
Íslensk hönnun í jólapakkann
frétt
November 28, 2024

Íslensk hönnun í jólapakkann

TEXTI
Saman
Hvað einkennir góðan markaðsstjóra?
pistill
November 14, 2024

Hvað einkennir góðan markaðsstjóra?

TEXTI
Þórður Sverrisson