Hönnuðir, myndlistamenn, matgæðingar, rithöfundar, teiknarar og tónlistarfólk koma nú saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga til sölu fyrir jólin.
Hönnuðir, matarframleiðendur og listamenn verða staðsettir í Porti safnsins með frábærar vörur „beint úr stúdíó”. Lady Brewery verður með „Pikkl & Bjór“ - PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og gómsætu snarli. Rán Flygenring heldur skemmtilega fjölskyldusmiðju um nýjustu bók sína, sem fáanleg verður á markaðinum. ÞYKJÓ verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka í fjölnotarými, en ÞYKJÓ unnu hönnunarverðlaun Íslands fyrir stuttu.
11:00 - 17:00 | Lady Brewery verður með "Pikkl & Bjór" - PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og gómsætu snarli.
11:30 - 13:00 | Rán flygenring verður með skemmtilega fjölskyldu smiðju um tjörnina sem er bók sem er gefin út af Angústúra núna fyrir jólin. Hægt verður að versla bókina á markaðnum & mögulega blikka Rán í eiginhandaráritun.
14:00 - 16:00 | ÞYKJÓ verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka í fjölnotarými, þar sem fundnir hlutir úr náttúrunni verða kannaðir & notaðir við gerð aðventulegra óróa. ÞUKJÓ vann til Hönnunarverðlauna Íslands nú á dögunum, til hamingju!
Frábær leið til að styðja íslenska hönnun, framleiðslu og græja eftirminnilegar jólagjafir.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.