Til Baka
DEILDU
Keeps: Glöggt er gests augað

Keeps: Glöggt er gests augað

IIW
May 12, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Keeps
Myndræn miðlun er oftast nær vanmetin. Við leggjum oft blóð, svita og tár í texta þegar í raun er það er myndefnið sem augað dregst að fyrst, og jafnvel það eina sem augað sér.

Við skoðum bara alltaf myndirnar fyrst, svo einfalt er það. Örfáar hræður gefa sér síðan tíma í að lesa textann, en hætta svo yfirleitt eftir fyrstu línuna. Af hverju gefum við ekki myndrænni framsetningu meira vægi?

Myndin spilar lykilhlutverk í allskyns ákvarðanatökum


Guðrún Hildur Ragnarsdóttir stofnaði fyrirtækið Keeps fyrir um tveimur árum þegar hún vann hjá Expedia bókunarsíðunni - sem hvað flestir ferðalangar ættu að kannast við. Hún segir hugmyndina hafa vaknað upp úr óánægju yfir gæðunum á myndefni sem hótelin höfðu.

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir vann áður hjá m.a. Hertz og lenti oft í hindrunum útaf lélegu myndefni

„Réttar myndir og upplýsingar skiptir öllu máli svo að gististaðir nái að hámarka sýnileikann“ Guðrún segir að alltof oft vantaði annað hvort sem hafði mikil áhrif á söluna.

„Það bókar enginn gistingu nema að sjá myndirnar fyrst“

Myndefni vegur þyngst við kaupákvörðun ferðamanns. Guðrún útskýrir að sömuleiðis séu mikilvægt að topp tíu myndunum sé raðað þannig að þær skapi áhuga, ekki hafa baðherbergið fremst heldur bestu myndina og skapa þannig ákveðið flæði.

Þegar öllu er á botninn hvolft er ferðamaðurinn ekki að leita að næturstað heldur upplifun og því þarf myndefnið að mæta þeim væntingum.

Keeps notast við gervigreind til að greina myndefni hótela, búa til lýsinguna, skapa merkginu (e. tags) og greina hvort þær séu í nægilega góðum gæðum til að ná inn á sölusíðurnar og samfélagsmiðla.

Myndir segja meira en þúsund orð en sagan þarf engu að síður að vera sönn

En hvernig sér Keeps til þess að myndirnar séu raunverulegar? Er það ekki viðkvæmt ef myndefnið endurspeglar ekki raunveruleikann þegar gesturinn opnar hurðina á hótelherberginu?

Guðrún segir allar myndirnar fari í gegnum athugunarferli hjá Keeps og þurfi að standast ákveðið gæðamat. Það sé að hennar mati afar slæmt þegar myndefni og upplýsingar standast ekki: „ þá eru líkur á kvörtunum, beiðnum um endurgreiðslu og ferðamaðurinn getur skilið eftir slæm ummæli.“

Árstíðabundnar myndir er að mati Guðrúnar ekki síður mikill áhrifavaldur og bætir við að Keeps forðist t.d að sýna myndir af norðurljósum yfir sumartímann:

„..það hefur komið fyrir að ferðamenn kvarta þegar að þeir sjá ekki norðurljósin í júlí, af því að það voru norðurljós sem aðalmynd á sölusíðunni.“

Þó hugmyndin og fyrirtækið sé nýtt, stofnað 2023 og sala hófst um ári seinna, hafi lausnin nánast strax tekið á flug.

„Hjálp, hvar eru Norðurljósin mín?"

„Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og enn betri eftir að við gerðum samfélagsmiðlatengingar. Keeps er nú notað af yfir hundrað gististöðum í 6 löndum og stefnir á áframhaldandi þróun, þar stefnan er að verða 360° dreyfingar kerfi.“

Verandi nýsköpunarfyrirtæki í markaðsmálum, hvernig hefur Keeps nálgast eigin markaðssetningu? Einhver góð ráð fyrir önnur nýsköpunarfyrirtæki?

„Við notum mismunandi miðla til að segja frá okkur.

Við erum t.d. með Instagram til að segja frá þeim gististöðum sem eru í samstarfi með okkur. Síðan notum  við LinkedIn meira til að segja frá fyrirtækinu, nýjum uppfærslum, þátttökum í ráðstefnum og til að nálgast nýja sölumöguleika.“

Nína Auðardóttir meðstofnandi Keeps og rekstrarstjóri

Guðrún segir þau sömuleiðis iðin við að taka þátt í stórum ferðaráðstefnun, bæði hér heima og erlendis.

Einnig sér hún mikið vægi í gamla góða cold-calling og láta vita af sér. Síðast en ekki síst mælir hún með ákveðinni hugmyndafræði sem hefur nýst þeim vel;

„Best að láta markaðsetninguna styðja við söluna, en ekki öfugt.“

Hún útskýrir að það gæti þýtt að ekki gera allt og vera á öllum miðlum sem dæmi.

Sömuleiðis mælir Guðrún með að hafa samband við í reynslubolta í faginu og jafnvel við aðra sem eru að selja á sama markaði .

Guðrún Hildur mælir með að nýsköpunarfyrirtæki séu dugleg að fara á réttu ráðstefnurnar og kynna sig

„Í nýsköpun eru endalausar breytingar og beygjur og þá skiptir máli að vera sveigjanleg og agile, við erum stöðugt að læra eitthvað nýtt.“

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir heldur erindi á Iceland Innovatio Week ásamt Sigurlaugu Jóhannsdóttir á Founder stage, Tryggvagötu 2 þann 14. maí klukkan 9:50.

Nánar um hátíðina, dagsrká og miðasölu má finna hér: https://www.innovationweek.is/officialprogram

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Velur hlaðvörp fyrir 600 milljónir hlustenda
IIW
May 12, 2025

Velur hlaðvörp fyrir 600 milljónir hlustenda

TEXTI
Ritstjórn
Hleyptu almenningi í skilti landsins á meðan nettröllin sváfu
frétt
March 27, 2025

Hleyptu almenningi í skilti landsins á meðan nettröllin sváfu

TEXTI
Ritstjórn
Hvað einkennir sterk vörumerki?
viðtal
February 1, 2025

Hvað einkennir sterk vörumerki?

TEXTI
Samstarf