Til Baka
DEILDU
Dana tekur við markaðs- og kynningarmálum Lauf Cycles

Dana tekur við markaðs- og kynningarmálum Lauf Cycles

ráðningar
November 28, 2024
Texti
Lauf Cycles
Mynd
Aðsend
Dana Rún Hákonardóttir hefur verið ráðin til íslenska reiðhjólaframleiðandans Lauf Cycles þar sem hún mun gegna hlutverki forstöðumanns markaðs- og kynningarmála en hún mun sjá um uppbyggingu vörumerkisins á alþjóðamarkaði.

Dana kemur til Lauf Cycles með víðtæka reynslu í markaðsmálum og viðskiptaþróun en hún starfaði síðast hjá nýsköpunarfyrirtækinu DTE, sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála. Einnig hefur Dana starfað hjá Brandenburg auglýsingastofu, þar sem hún sá m.a. um markaðssetningu farsímaleiða og búnaðar hjá Símanum og einnig hjá Plain Vanilla Games, við þróun á spurningaleiknum fræga QuizUp. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Lauf Cycles.

Dana er með B.A. gráðu í Music and Media Management frá London Metropolitan og M.Sc. gráðu í Markaðsfræðum og Alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

„Ég er afar spennt fyrir þessu nýja hlutverki hjá Lauf Cycles. Fyrirtækið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýstárlega hönnun og gæði. Það er frábært tækifæri að taka þátt í því að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins”, segir Dana.

„Reynsla og innsýn Dönu í markaðssetningu, viðburðar- og vörumerkjastjórnun, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum mun styrkja Lauf til muna. Hún mun gegna lykilhlutverki í að efla sambönd við viðskiptavini okkar í Bandaríkjunum og áframhaldandi sókn á aðra markaði”, segir Benedikt Skúlason, framkvæmdastjóri og stofnandi Lauf Cycles.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

“Kamala is brat” -  micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum
pistill
October 1, 2024

“Kamala is brat” - micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum

TEXTI
Lilja Kristín, CMO Vodafone
Markaðsfólk: Auður Karitas hjá Wise
viðtal
December 3, 2024

Markaðsfólk: Auður Karitas hjá Wise

TEXTI
Ritstjórn og Auður Karitas
Þögnin stundum áhrifamesta hljóðið
viðtal
November 20, 2024

Þögnin stundum áhrifamesta hljóðið

TEXTI
Ritstjórn & Sigurður Eiríksson