Til Baka
DEILDU
Una Schram til Cirkus

Una Schram til Cirkus

ráðningar
June 12, 2025
Texti
Circus
Mynd
Baldur Kristjánsson
Una Schram, tónlistarkona og menningarmiðlunarnemi, hefur gengið til liðs við auglýsingastofuna Cirkus. Mun hún starfa þar sem hugmyndasmiður og framleiðslustýra samfélagsmiðla.

Una er 25 ára gömul og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur, en hún hefur starfað við tónlist frá 17 ára aldri og komið víða fram. Þar má nefna tónlistarhátíðir líkt og Iceland Airwaves og Innipúkann.

Una er útskrifuð með BA-gráðu í atvinnutónlistarmennsku frá háskólanum BIMM Institute í Lundúnum, en leggur hún nú stund á meistaranám í menningarmiðlun við Háskóla Íslands samhliða starfi sínu hjá Cirkus.

Þá hefur hún sinnt markaðssetningu og frumkvöðlastarfi á sínum eigin tónlistarferli og aflað sér víðtækrar reynslu á sviði samfélagsmiðla og fjölmiðla.

„ Við höfum unnið töluvert með Unu í afmörkuðum verkefnum og þau hefur hún leyst einstaklega vel. Það voru því gleðitíðindi fyrir Cirkusinn þegar hún samþykkti að vinna enn frekar með okkur í fjölbreyttum verkefnum. Una er ofurfrjór og skapandi einstaklingur sem er unaður að umgangast. Með komu Unu styrkist hópurinn til muna, sem nú þegar er virkilega hæfileikaríkur“ segir Rósa María Árnadóttir, framkvæmdarstjóri Cirkus.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli
frétt
June 12, 2025

Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli

TEXTI
Ritstjórn
Keeps: Glöggt er gests augað
IIW
June 12, 2025

Keeps: Glöggt er gests augað

TEXTI
Ritstjórn
Iceland Innovation Week <3 Herferð
IIW
June 12, 2025

Iceland Innovation Week <3 Herferð

TEXTI
Ritstjórn