Ráðstefnan hefur verið haldin reglulega frá árinu 2012 og fjöldi framúrskarandi fyrirlesara hefur frætt ráðstefnugesti í gegnum tíðina um strauma og stefnur í markaðsmálum frá ýmsum hliðum.
Yfirskrift ráðstefnunnar erað þessu sinni er „Vistkerfi vörumerkja“
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar í ár verður Matthew Moran, yfirmaður stefnumótunar í nýsköpun hjá OAG (Omnicom Advertising Group).
Matthew Moran er með bakgrunn í hönnun, vörumerkjastefnu og upplifunarhönnun.
Hann hefur leitt stefnumótun fyrir viðskiptavini á borð við Adidas, Airbnb, Amazon, Apple, Aperol, Campari og Tourism New Zealand svo fáeinir séu nefndir.
Vinna hans felst fyrst og fremst í því að tengja saman nýja tækni, menningu og mannlega hegðun til að skapa ný tækifæri.
Nánari upplýsingar má finna hér en einnig munu fleiri fyrirlesarar verða auglýstir síðar.