Til Baka
DEILDU
Kraftmikil nýsköpunarvika setur svip sinn á borgina

Kraftmikil nýsköpunarvika setur svip sinn á borgina

IIW
May 23, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
IIW Aðsendar
Í síðustu viku fór fram Iceland Innovation Week í blíðskaparveðri með viðburði víðsvegar um borgina, sem skapaði buzz í bænum að sögn skipuleggjenda — og við á Herferð tökum undir þau orð.

Hátíðin, sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2020, hefur vaxið hratt að umfangi og mikilvægi og laðar nú að sér fjölbreyttan hóp þátttakenda hvaðanæva úr heiminum. Um er að ræða alþjóðlega nýsköpunarhátíð sem sameinar frumkvöðla, fyrirtæki, fjárfesta og aðra áhugasama um framtíðartækni, skapandi lausnir og sjálfbæra þróun.

Hátíðin ber sig af og er þekkt fyrir frjálslega nálgun í viðburðahaldi og fjöruga ásýnd. Markmið hátíðarinnar er að efla nýsköpunarumhverfið á Íslandi, skapa vettvang fyrir samvinnu og innblástur og styrkja tengsl á milli ólíkra geira samfélagsins – jafnt innanlands sem utan.

Að sjálfsögðu var forseti vor, Halla Tómasdóttir með erindi.

„Hátíðin tókst afar vel og það er alltaf jafn gaman að sjá þróunina milli ára. Við bættum við Day 0 í Grósku í samstarfi við Vísindagarða og Grósku þar sem fókusinn var á sprotafyrirtæki – og dagurinn gekk vonum framar. Þar voru haldnar vinnustofur og viðburðir tengdir t.a.m. markaðsmálum og hugverki“ segir Guðfinna Birta markaðsstjóri hátíðarinnar.

 

„Fjárfestadagurinn fór fram samhliða samstarfi okkar við Íslandsstofu og þar fengu fjárfestar innsýn í íslensk sprotafyrirtæki. Dagurinn endaði svo á hvalaskoðun sem vakti mikla lukku, sérstaklega meðal erlendu gestanna. 

Við fengum til landsins frábæra erlenda fyrirlesara og nýttum líka tækifærið til að fá íslenska sérfræðinga úr atvinnulífinu með okkur á svið. Til að þakka fyrir þeirra framlag héldum við í fyrsta sinn svokallaðan Speaker Dinner í Norræna húsinu sem heppnaðist afar vel.

Hér er hópur allra fyrirlesara á hátíðinni.

Herferðarkonur voru á sínum stað.

Aðal-prógrammið fór fram á miðvikudegi og fimmtudegi, þar sem gestir gátu meðal annars smakkað kæstan hákarl og pitch-að fyrirtækjunum sínum. Samstarfsaðilar fóru alla leið í uppsetningu bása og erindin voru hver öðrum betri. 

Við enduðum vikuna á sjósundi með Leviosa í blíðskaparveðri – það sló heldur betur í gegn. Auk þess voru haldnir yfir 60 hliðarviðburðir um alla borg sem sköpuðu einstaka stemningu og smá buzz í borginni“ segir Guðfinna.

Sérstakur hlaðvarpsskáli tilheyrði hátíðinni.

Hvað stóð upp úr?
„Það er erfitt að velja eitt en veðrið lék við okkur og hliðarviðburðir samstarfsaðilanna voru einstaklega vel heppnaðir. Það var eitthvað sérstakt við að sjá fólk standa úti í löngu spjalli eftir viðburði – nákvæmlega það sem við sækjumst eftir: innihaldsrík samtöl og tengsl sem skila sér svo vonandi í samstarfi í framtíðinni. 

Við erum strax komnar aftur að teikniborðinu til að skrá niður hvað gekk vel og hvar er svigrúm til úrbóta. Næstu vikur verða rólegri, en við höldum áfram að vinna að verkefnum tengdum viðburðum og nýsköpun – það er alltaf eitthvað spennandi í pípunum“ segir Guðfinna að lokum.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Jólaherferð og hátíðarkveðjur frá ritstýrum
frétt
February 1, 2025

Jólaherferð og hátíðarkveðjur frá ritstýrum

TEXTI
Ritstjórn
Hjálpa íslenskum vörumerkjum að slá í gegn úti
viðtal
November 14, 2024

Hjálpa íslenskum vörumerkjum að slá í gegn úti

TEXTI
Ritstjórn
HUGSUM LENGRA - eða hættið að vera svona leiðinleg og seljið meira
pistill
February 3, 2025

HUGSUM LENGRA - eða hættið að vera svona leiðinleg og seljið meira

TEXTI
Arnar Halldórsson, Brandenburg