Til Baka
DEILDU
Hönnunar-samkeppni fyrir kynhlutlaus rými

Hönnunar-samkeppni fyrir kynhlutlaus rými

frétt
December 9, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Hönnunarmiðstöð
Samtökin ‘78 í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og FÍT, Félag íslenskra teiknara, standa fyrir hönnunarsamkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl.

Lögin kalla á tákn

Fimm ár eru liðin frá því að lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt og Ísland er fremst í flokki hvað varðar lög sem þessi. Hins vegar er vandað og skýrt tákn fyrir kynhlutlaus rými enn ekki til.

Gæti orðið alþjóðlegt

Samtökin '78 fá margar fyrirspurnir frá fyrirtækjum og stofnunum varðandi táknnotkun, bæði hérlendis og erlendis frá. Væntingar standa því til að táknið hljóti athygli víða og komist í alþjóðlega dreifingu.

Ekki byggt á tvíhyggju

Markmiðið er að skapa sterkt tákn sem gengur fyrir öll kyn og hægt að nota hér á landi sem og alþjóðlega. Táknið þarf að vera skalanlegt og óháð ákveðinni efnisnotkun (málmur, timbur, steinn, prentun o.fl.). Hönnuðir eru hvattir til að hugsa út fyrir ráðandi kynjatvíhyggju í hönnun sinni.

Táknið á að ganga fyrir öll kyn og á því að vera kynhlutlaust í þeim skilningi

Niðurstaða samkeppninnar verður kynnt á HönnunarMars 2025. Veitt verða ein verðlaun að upphæð kr. 1.000.000.-

Frestur til að skila inn hugmyndum er 13. janúar 2025.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi
frétt
October 2, 2024

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi

TEXTI
Ritstjórn
Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?
pistill
October 1, 2024

Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?

TEXTI
Þóranna K. Jónsdóttir
Má bjóða þér hálfan árangur?
herferð
November 18, 2024

Má bjóða þér hálfan árangur?

TEXTI
Hvíta Húsið