Til Baka
DEILDU
Verslaðu hönnun á HönnunarMars

Verslaðu hönnun á HönnunarMars

frétt
March 27, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Aðsend
Glænýr liður í dagskrá HönnunarMars í porti Hafnarhússins, helgina 29. – 30. mars.

HönnunarMarkaður Saman er nýr upptaktur HönnunarMars og verður haldinn helgina fyrir formlega opnun hátíðarinnar.

Það verða mörg þekkt hönnunarmerki að selja vörur í Hafnarhúsinu

Á HönnunarMarkaði Saman koma þátttakendur alls staðar að af landinu til að kynna og selja vörur sem eru flestar framleiddar og/eða hannaðar hér heima, margt handgert af einstaklingum á bakvið vörumerkin.

Saman sameinar mismunandi greinar og leggur áherslu á skapandi hugsun, hönnun, nýjungar , nýnæmi & áhugaverðar útfærslur og sjónarhorn.

Visteyri er sérstakur gestur HönnunarMarkaðarins í ár og verður með hringrásarmarkað inn af markaðnum þar sem íslensk hönnun frá Visteyri samfélaginu er í brennidepli.

Feldir frá Feld verða á markaðinum

Þar að auki verða þekkt merki líkt og 66 Norður - sem selja m.a. frumgerðir af flíkum sem fóru aldrei í sölu ásamt Farmers Market, Feldur, Sage by Saga Sif, Anti Work by And Anti Matter.

66 Norður verður með flíkur til sölu

Þátttakendur í markaðinum

66 norður, La Brujera, Yrúrarí, Artless, Another Creation, Skata, Mattería, Stúdíó Suð, Leirhildur, Óekta, Endurtakk, bybibi, Grugg&makk, Sunna Sigfríðsdóttir, Fluga Design,Kandís, Studio CH, ESJO, Glingling, Gosia Porazewska, UMI jewelery, Saja Arts, Wetland, Guðrún Kolbeins Design, Feldur, Farmers Market, Anti Work by And Anti Matter, GÁ húsgögn, Sage by Saga Sif og Visteyri.

Hafnarhús, Listasafn Reykjavíkur

Helgina 29. – 30. mars.

Klukkan 11:00 - 17:00

Nánari upplýsingar um markaðinn má finna hér

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Verðlaunadeild KEF lögð niður
frétt
March 27, 2025

Verðlaunadeild KEF lögð niður

TEXTI
Ritstjórn
Þögnin stundum áhrifamesta hljóðið
viðtal
November 20, 2024

Þögnin stundum áhrifamesta hljóðið

TEXTI
Ritstjórn & Sigurður Eiríksson
Þarf alltaf að vera app?
viðtal
April 23, 2025

Þarf alltaf að vera app?

TEXTI
Ritstjórn